Jafningjastuðningur
Það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og þú ert að ganga í gegnum og hefur þann skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur.
Krabbameinsfélagið og aðildarfélög þess bjóða upp á fjölbreyttan jafningjastuðning um allt land fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein, aðstandendur og syrgjendur.
Hér að neðan getur þú óskað eftir jafningjastuðningi.
Þau sem veita stuðning eru einstaklingar sem hafa greinst með krabbamein eða eru aðstandendur og hafa lokið stuðningsfulltrúanámskeiði.
Stuðningsfulltrúar eru um land allt.
Eftir að þú hefur fyllt út umsóknina og sent hana inn mun Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur Krabbameinsfélagsins og umsjónarmaður Stuðningsnetsins, hafa samband við þig.
Einnig getur þú haft samband í stuðningssímann 800 4040 alla virka daga kl. 8:30 til 16:00 og sálfræðingur svarar spurningum þínum.
Hér má lesa nánari upplýsingar um Stuðningsnetið.
Öll samtöl eru trúnaðarmál.