Formaður hefur sinnt trúnaðarstörfum og átt gott samstarf og tengsl við Krabbameinsfélag Íslands og Ráðgjafarþjónustuna. Formaður fór í Skagafjörðinn á formannafund í september.
Aðalfundur var haldin í lok nóvember. Gestur fundarins var Elínborg Sturludóttir sóknarprestur í Stafholtsprestakalli sem ræddi við okkur um samskipti. Allgóð mæting var á fundinn og urðu nokkrar mannabreytingar í stjórn.
Eitt aðalmarkmið félagsins er og hefur verið að styðja við bakið á krabbameinssjúklingum á svæðinu og voru veittir styrkir og greitt fyrir húsaleigu til allmargra einstaklinga á árinu.
Fjáröflun félagsins á haustdögum var sala á englastyttum sem gekk þokkalega. Sem endranær á félagið marga velunnara sem láta stórt og smátt af hendi rakna til okkar og er því fjárhagsstaða félagsins vel viðunandi.
Sigríður Helga Skúladóttir.