Óbeinar reykingar

Að hafa heimili reyklaus og styðja aðgerðir sem stuðla að reyklausum vinnustað.

Tengsl eru milli óbeinna reykinga á vinnustöðum og heimilum og veikinda sem væri hægt að koma í veg fyrir, þar með talið krabbameins. Yfirlit yfir skaðleg áhrif tóbaksnotkunar og óbeinna reykinga á heilsuna sést á mynd 1.

Fólk býr oft við tóbaksmettað andrúmsloft fyrir á heimilum sínum. Reglur sem varða reykingabann á heimilum eru mjög breytilegar í Evrópu og eru reyklaus heimili allt frá 31%-90% eftir löndum. Æskilegt er og mögulegt að auka varnir gegn óbeinum reykingum með því að bæði reykingamenn og reyklausir banni reykingar inni á heimilum og í bílum sínum.

Í Evrópulöndum þar sem reykingar á vinnustöðum eru enn leyfðar er besta leiðin að hrinda rammasamningi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) um tóbaksvarnir í framkvæmd til að tryggja að allir vinnandi íbúar innan Evrópu búi fvið jöfnuð þegar kemur að vörnum gegn óbeinum reyk.

Obeinar-reykingar-1200px

Mynd 1: Skaðlegar afleiðingar beinna og óbeinna reykinga.


Var efnið hjálplegt?