Heilbrigt líf

Engar töfralausnir eru til sem uppskrift að heilbrigðu lífi. En til eru viðurkenndar leiðir til að auka lífsgæði með því að sinna grunnþörfunum fjórum sem eru næring, hreyfing, svefn og hugrækt. Auk þess byggist heilbrigt líf á því að reykja ekki, nota ekki tóbak og gæta hófs í neyslu áfengis og verja sig fyrir útfjólubláum geislum.

Af hverju heilbrigt líf?

Til að upplýsa hvað getur tengst heilbrigðu lífi viljum við kynna einfaldar og aðgengilegar upplýsingar um næringu, hreyfingu, svefn og hugrækt sem byggja á gagnreyndum rannsóknum. Með því að sinna grunnþörfunum okkar skapast oft jákvæðar aðstæður sem leiða til hreysti og vellíðunar.  Allir sem vilja bæta líf sitt geta nýtt sér þessar ráðleggingar.


Hreyfing

Regluleg markviss hreyfing er nauðsynleg til að viðhalda heilbrigðum líkama og eðlilegum efnaskiptum.

Lesa meira

Tólf leiðir til að draga úr líkum á krabbameini

Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að draga úr líkum á krabbameini með því að taka upp heilsusamlegar fæðuvenjur og hreyfa sig nægilega á hverjum degi. Áætlað hefur verið fyrir Evrópubúa að þeir sem  tileinka sér heilsusamlega lífshætti minnki líkur á krabbameini um allt að helming.

Lesa meira

Svefn

Góður svefn er ein mikilvægasta undirstaða lífsgæða. Svefntruflanir geta leitt til depurðar og þeir sem eru svefnvana eru líklegri til að leita í hitaeiningaríkt og óhollt mataræði. Til langs tíma geta svefntruflanir leitt til ýmissa sjúkdóma.

Lesa meira

Hugsanir

Hugrækt felst í því að beina hlutlausri athygli aftur og aftur að föstu viðfangsefni. Algengast er að nota andardráttinn því hann er alltaf til staðar.

Lesa meira

Næring

Líkaminn er eins og stór verksmiðja sem þarf á fjölbreyttum næringarefnum að halda fyrir starfsemi sína. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?