Heilsamín getur komið í veg fyrir fjögur af hverjum tíu krabbameinum

Heilsamín-pakkinn inniheldur ráðleggingar um lífsstíl sem minnkar líkur á krabbameinum auk þess að stuðla að góðri heilsu og vellíðan.

Saman mynda þessi ráð öfluga vörn sem getur dregið úr líkum á krabbameinum um 30–50%.

Heilsamín er þróað út frá ráðum evrópsku krabbameins­félaganna og Alþjóða­heilbrigðis­málastofnunar­innar til að minnka líkur á krabbameinum.

Heilsamín hentar flestum. Mikilvægt er að viðhafa skynsemi við notkun Heilsamín. Ávallt skal fylgja einstaklings­miðuðum leiðbeiningum læknis, heilbrigðis­starfsmanns eða sérfræðings séu þær aðrar en hér koma fram.

Frekari upplýsingar um fræðslu og forvarnir eru á www.krabb.is/forvarnir.


Hreyfing

Regluleg markviss hreyfing er nauðsynleg til að viðhalda heilbrigðum líkama og eðlilegum efnaskiptum.

Lesa meira

Tólf leiðir til að draga úr líkum á krabbameini

Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að draga úr líkum á krabbameini með því að taka upp heilsusamlegar fæðuvenjur og hreyfa sig nægilega á hverjum degi. Áætlað hefur verið fyrir Evrópubúa að þeir sem  tileinka sér heilsusamlega lífshætti minnki líkur á krabbameini um allt að helming.

Lesa meira

Svefn

Góður svefn er ein mikilvægasta undirstaða lífsgæða. Svefntruflanir geta leitt til depurðar og þeir sem eru svefnvana eru líklegri til að leita í hitaeiningaríkt og óhollt mataræði. Til langs tíma geta svefntruflanir leitt til ýmissa sjúkdóma.

Lesa meira

Hugsanir

Hugrækt felst í því að beina hlutlausri athygli aftur og aftur að föstu viðfangsefni. Algengast er að nota andardráttinn því hann er alltaf til staðar.

Lesa meira

Næring

Líkaminn er eins og stór verksmiðja sem þarf á fjölbreyttum næringarefnum að halda fyrir starfsemi sína. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?