Heilbrigt líf
Engar töfralausnir eru til sem uppskrift að heilbrigðu lífi. En til eru viðurkenndar leiðir til að auka lífsgæði með því að sinna grunnþörfunum fjórum sem eru næring, hreyfing, svefn og hugrækt. Auk þess byggist heilbrigt líf á því að reykja ekki, nota ekki tóbak og gæta hófs í neyslu áfengis og verja sig fyrir útfjólubláum geislum.
Af hverju heilbrigt líf?
Til að upplýsa hvað getur tengst heilbrigðu lífi viljum við kynna einfaldar og aðgengilegar upplýsingar um næringu, hreyfingu, svefn og hugrækt sem byggja á gagnreyndum rannsóknum. Með því að sinna grunnþörfunum okkar skapast oft jákvæðar aðstæður sem leiða til hreysti og vellíðunar. Allir sem vilja bæta líf sitt geta nýtt sér þessar ráðleggingar.