• Image courtesy of Stoonn at FreeDigitalPhotos.net
    Mynd: Stoonn hjá FreeDigitalPhotos.net

Ertu með einkenni?

Langflest krabbamein eru einkennalaus til að byrja með og mörg byrja ekki að gefa einkenni fyrr en þau eru langt gengin. Engu að síður eru viss einkenni sem vekja grun um krabbamein og full ástæða til að leita læknis, þó þau geti einnig verið til marks um meinlausari kvilla.

Sjö einkenni krabbameina

Því fyrr sem krabbamein greinist og meðferð getur hafist því meiri líkur eru til að það læknist.

  1. Óeðlileg blæðing, t.d. frá geirvörtu, kynfærum, endaþarmi eða í hráka eða þvagi.
  2. Þykkildi eða hnútar, t.d. í pung, brjósti, á hálsi, vörum eða tungu.
  3. Sár sem ekki grær.
  4. Óeðlileg breyting á hægðum eða þvaglátum, t.d. niðurgangur sem varir vikum saman eða þvagtregðueinkenni sem ágerast hratt.
  5. Þrálátur hósti eða hæsi.
  6. Kyngingarerfiðleikar.
  7. Augljós breyting á bletti, t.d. að stærð, lögun eða lit. Einnig kláði eða sár í bletti.

Var efnið hjálplegt?