Réttindi þeirra sem greinast með krabbamein

Upplýsingar um fjármál, félagsleg réttindi og endurhæfingu

Þegar fólk veikist af alvarlegum sjúkdómi eru fyrir hendi ýmis úrræði í samfélaginu. Fólk stendur þá oft misjafnlega að vígi hvað áunnin réttindi varðar. 

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins hefur tekið saman upplýsingar um helstu úrræði sem í boði eru fyrir krabbameinssjúklinga hjá Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), félagsþjónustu sveitarfélaga, stéttarfélögum og lífeyrissjóðum. 

Þessari samantekt er ætlað að hjálpa fólki að fá yfirsýn yfir úrræði sem það getur hugsanlega nýtt sér í erfiðum aðstæðum.

Upplýsingarnar í heild sinni er að finna í skjalinu Réttindi þeirra sem greinast með krabbamein - upplýsingar um fjármál, félagsleg réttindi og endurhæfingu. (Uppfært 30.04.2021).

  • Vekjum athygli á að hægt er að smella á upplýsingar í efnisyfirliti til að fara beint í það sem leitað er að.

Rettindi-mynd-vefsidu

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins hefur starfað síðan 2007 og er þar veitt ókeypis þjónusta, svo sem upplýsingar, ráðgjöf, stuðningur, viðtöl og fræðsla fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra.

Beinn sími Ráðgjafarþjónustunnar er 800 4040 og netfangið er radgjof@krabb.is.


Var efnið hjálplegt?