Tóbaksvarnir fyrir skóla

Á þessari síðu eru fræðslumyndbönd og próf sem unnin voru af Krabbameinsfélaginu.

Sígarettureykingar eru á miklu undanhaldi en aðeins 3% nemenda í 10. bekk grunnskóla reykja nú daglega sígarettur. Hins vegar hefur orðið mikil aukning í neyslu annarra tóbaksafurða undanfarin ár. Um 23% karla á aldrinum 18-24 ára taka tóbak daglega í vör en munntóbaksnotkun er algengust hjá ungum körlum. Um 26% þeirra sem nota reyklaust tóbak reykja einnig sígarettur. Nýjar kannanir sýna að 46% drengja og 40% stúlkna í framhaldsskólum hafa prófað rafsígarettur. Um 26% tíundubekkinga hafa prófað rafsígarettur. Kannanir benda einnig til þess að  um fjórðungur ungra karla á aldrinum 18-24 ára noti munntóbak.

Við hvetjum grunnskóla og framhaldsskóla til að taka þessar fræðslumyndir til sýninga og/eða hafa aðgengilegar fyrir nemendur. Öflugar forvarnir og fræðsla hafa skilað miklum árangri í tóbaksvörnum undanfarna áratugi í góðu samstarfi við skóla og menntastofnanir.

Nánari upplýsingar um fræðslu og forvarnastarf á vegum Krabbameinsfélagsins veitir Sigrún Elva Einarsdóttir fræðslufulltrúi í gegnum netfangið sigrunelva@krabb.is

Fræðslumyndbönd og sjálfspróf

Límmiðar til að merkja tóbakslaus svæði

Límmiði

Við bjóðum upp á límmiða fyrir fyrirtæki og stofnanir til að merkja tóbakslaus svæði. Mynd af límmiðanum má sjá hér eða neðan.

Vinsamlegast sendu póst á krabb@krabb.is óskir þú eftir að fá senda límmiða. 

Með von um að efni síðunnar komi að góðum notum,

Starfsfólk Krabbameinsfélagsins.


Var efnið hjálplegt?