Munntóbak

Taktu prófið!

Munntóbaksneysla hefur aukist gífurlega síðustu árin. Um 5 % karla nota tóbak í nef og um 5% taka það í vör. Tóbaksnotkun er algengust hjá ungum körlum en 23% karla á aldrinum 18 - 24 ára taka tóbak daglega í vör. Um 26% þeirra sem nota reyklaust tóbak reykja einnig sígarettur.



1Í munntóbaki má finna kjarnorkuútgang, blásýrusalt og efni til að búa til múmíur.

Rétta svarið er: "Rétt"

 

Í íslensku tóbaki er hrátóbak, ammoníak, salt og pottaska sem er efnasamband klíus og karbónats.

 


2Efnin í munntóbaki fara einungis til heilans og hafa þar áhrif á boðefnaskipti heilans.

Rétta svarið er: "Rangt"

 

Nikótín og önnur efni í munntóbaki mælast í sáðvökva karla sem nota munntóbak. Sáðvökvinn gegnir því hlutverki að vera næring fyrir sáðfrumurnar. Á sama hátt finnast þessi efni í leghálsvökva kvenna sem nota munntóbak. Efnin í munntóbaki dreifast þannig um allan líkamann og geta haft áhrif á starfsemi fjarlægra líffæra.

 


3Flestum sem byrja að fikta við tóbak finnst það gott til að byrja með.

Rétta svarið er: "Rangt"

 

Flestir kúgast og þeim líður illa fyrst þegar þeir nota tóbak. Það eru eðlileg viðbrögð. Líkaminn er að senda skilaboð um að tóbak sé eitur og að best sé að forðast það. Menn byrja því ekki að nota tóbak af því að þeim finnst það gott.

 


4Af þeim sem byrja ungir að nota tóbak sjá 80% þeirra sem eru um tvítugt eftir því að hafa byrjað.

Rétta svarið er: "Rétt"

 

Eftir að hafa ánetjast tóbaki er mjög erfitt að hætta. Einungis 3% tekst að hætta í fyrstu tilraun, eða einum af hverjum þrjátíu.

 


5Tóbak hefur verið tengt við ímyndina um að vera hraustur og fullorðins.

Rétta svarið er: "Rétt"

 

Markaðsöfl hafa gríðarleg áhrif á ímynd okkar og tóbaksnotkun hefur verið notað í því skyni. Samt hefur tóbak ekkert með hraustleika eða sjálfstæði að gera, síður en svo.

 


6Nikótín í munntóbaki eykur losun dópamíns í heilanum.

Rétta svarið er: "Rétt"

 

Dópamín er boðefni í heilanum sem lætur okkur líða vel og hjálpar okkur að slaka á í skamman tíma. Það miðlar þannig jákvæðum tilfinningum. Talið er að við getum aukið dópamín náttúrulega með því að borða góðan mat, hreyfa okkur, sofa vel, hlægja, fá nudd o.s.frv.

 


7Nikótín í munntóbaki fækkar svonefndum bollum (boðefnaviðtökum) í heilanum sem taka við nikótíni.

Rétta svarið er: "Rangt"

 Nikótín fjölgar bollunum í heilanum en það leiðir til þess að líkaminn kallar eftir meira nikótíni til að fylla alla bollana. Þegar grynnkar í bollunum byrja fráhvarfseinkenni að koma fram, pirringur, reiði, óþolinmæði, kvíði, leiði, höfuðverkur og eirðarleysi. 


8Því yngri sem maður byrjar að fikta því ólíklegri er maður til að ánetjast tóbaki.

Rétta svarið er: "Rangt"

 

Því yngri sem maður er þegar fiktið byrjar því meiri líkur eru á að verða háður tóbaki því heilinn hefur ekki tekið út fullan þroska fyrr en um tvítugt og er því viðkvæmari fyrir ávanabindandi efnum en hjá fullorðnum. Langflestir fullorðnir sem eru háðir tóbaki byrjuðu að fikta fyrir tvítugt. 

 


9Munntóbak er þekktur áhættuþáttur fyrir einu krabbameini, í munnholi.

Rétta svarið er: "Rangt"

 

Auk krabbameins í munnholi er munntóbak þekktur áhættuþáttur fyrir krabbameinum í brisi og vélinda. Einnig eru vísbendingar um að það geti aukið líkur á fleiri krabbameinum, eins og krabbameini í blöðruhálskirtli. Í munntóbaki hafa fundist 28 krabbameinsvaldandi efni. Alvarlegust eru nítrósamín og pólóníum-210, sem er geislavirkt efni.

 


10Nikótín eykur hjartsláttartíðni og blóðþrýsting, sem getur valið hjartsláttartruflunum.

Rétta svarið er: "Rétt"

Nikótín örvar symptatíska taugakerfið (virkjast einnig undir streitu) sem eykur í skamman tíma blóðþrýsting, hjartslátt og samdrátt í hjartanu.

Hættu nú alveg!

Notar þú munntóbak og vilt hætta? Þú nærð betri árangri með því að fá hjálp. Hringdu í Reyksímann í síma 800 6030 og fáðu ráðgjöf eða farðu á heilsuhegdun.is. Ýmsir aðilar og samtök bjóða námskeið og regluleg viðtöl, til dæmis Krabbameinsfélag Reykjavíku í síma 540 1900 eða sendu fyrirspurn á reykleysi@krabb.is. Einnig er ávallt hægt að leita til læknis eða hjúkrunarfræðings.


Var efnið hjálplegt?