Um Ráðgjafar­þjónustuna

Í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er boðið upp á fræðslu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning við fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur.

Starfsfólk okkar er til staðar þegar á þarf að halda. Markmiðið er að aðstoða fólk við að ná jafnvægi við breyttar aðstæður í lífinu, veita stuðning og nauðsynlegar upplýsingar. Hjá okkur fá þeir sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur ráðgjöf og fræðslu um einkenni, félagsleg réttindi og þá þjónustu sem í boði er.

Í boði eru meðal annars:

 • Fjölbreytt námskeið
 • Símaráðgjöf
 • Viðtöl
 • Hádegisfyrirlestrar
 • Sálfræðiþjónusta
 • Fræðslufundir
 • Djúpslökun
 • Hugleiðsla og jóga
 • Öndunaræfingar
 • Réttindaráðgjöf


Myndband um starfsemi Ráðgjafarþjónustunnar

Hjá Ráðgjafarþjónustunni starfa hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingur og kynfræðingur. Auk þess eru starfandi ellefu stuðningshópar fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur. Þjónustan er öllum að kostnaðarlausu, fyrir utan einstaka námskeið.

Markmið Ráðgjafarþjónustunnar er að aðstoða fólk við að ná jafnvægi í lífinu eftir þær breyttu aðstæður sem greining krabbameins veldur. Hjá Ráðgjafarþjónustunni er boðið upp á fræðslu, viðtöl, faglega ráðgjöf, djúpslökun, ýmis námskeið og hagnýtar upplýsingar um réttindi fólks með krabbamein.

Ráðgjafarþjónustan er öllum opin og hægt er að koma án þess að gera boð á undan sér. Hægt er að hafa samband við starfsmenn Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins í tölvupósti á netfangið radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040 alla virka daga.

Ráðgjafarþjónustan er á fyrstu hæð í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8. Húsnæðið er heimilislegt og þar er hægt að setjast niður og fá sér hressingu.

Opnunartímar:


Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík og er opin virka daga frá kl. 9-16. Símaráðgjöf er á opnunartíma í síma 800 4040. Einnig er hægt er að senda fyrirspurnir á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Sumaropnun Ráðgjafarþjónustunnar í Reykjavík
og á landsbyggðinni

 • Ráðgjafaþjónusta Krabbameinsfélagsins í Reykjavík.
  Sumaropnun frá 13. júlí til 7. ágúst opið alla virka daga frá kl. 10 til 15.

  Símaráðgjöf í síma 800 4040. Lokað verður á föstudögum til og með 17.- 31. júlí (föstudaganna 17., 24. og 31. júlí).
 • Á landsbyggðinni verður sumarlokun sem hér segir: 
  Á Akureyri til og með 6.-24. júlí og á Austurlandi til og með 22. júní - 10. júlí. En hægt verður að fá aðstoð og ráðgjöf í síma 800 4040 eða með því að senda tölvupóst á radgjof@krabb.is.
 • Ferðir á Selfoss og Suðurnes - ráðgjafi frá Ráðgjafarþjónustunni hefur farið að tvisvar í mánuði á Selfoss og á Suðurnes. Vegna sumarfría verður breyting á þjónustunni í júlí ferðir falla niður á Selfoss frá 1.júlí og á Suðurnes frá 13. júlí. En hægt verður að fá aðstoð og ráðgjöf í síma 800 4040 eða með því að senda tölvupóst á radgjof@krabb.is.

Var efnið hjálplegt?