Austurland
Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins í samstarfi við aðildarfélögin á Austurlandi, Fljótsdalshérað og Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA).
Markmið Ráðgjafarþjónustunnar er að aðstoða fólk við að ná jafnvægi í lífinu við þær breyttu aðstæður sem greining krabbameins veldur.
Skrifstofan á Austurlandi er Egilsstöðum og er opin virka daga frá kl. 9-16, sími 831 1655. Viðtöl eru fólki að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að bóka tíma fyrirfram. Einnig hægt að senda fyrirspurnir á austur@krabb.is
Ráðgjafi Krabbameinsfélagsins er Margrét Helga Ívarsdóttir, læknir.
Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins er að finna fjölbreytt rafrænt efni:
Fyrirlestrar, ráðstefnur og viðburðir
- Fræðslupistla - um krabbamein, forvarnir, rannsóknir, heilbrigt líf og betri líðan.
- Hlaðvörp - með fjölbreyttum slökunaræfingum auk ýmiss fróðleiks.
- Vefvarp - fræðslu- og æfingarmyndbönd.
- Streymisveita - þar sem hægt er að horfa beint á fyrirlestra og ráðstefnur sem krabbameinsfélagið stendur fyrir eða að horfa á upptökur þegar þér hentar í streymisveitu Krabbameinsfélagsins.
- Blað Krabbameinsfélagsins - þar er að finna viðtöl, greinar, upplýsingar og fróðleik um starfsemi félagsins.
Fræðsluefni á heimasíðu
Á heimasíðu krabbameinsfélagsins er hægt að finna ýmislegt fræðsluefni tengt krabbameini. Ef farið er undir flipann „ Ráðgjöf og stuðningur “ er hægt að finna fræðsluefni um ýmislegt tengt því að greinast með krabbamein eða vera aðstandi. Þar er einnig hægt að sjá viðburði og námskeið sem eru á döfinni hjá Ráðgjafarþjónustunni.