Framför

Félagið var stofnað 12. febrúar 2007

Framför eru samtök karla sem greinst hafa með blöðruhálskirtilskrabbamein og aðstandendur.

Félagsmenn: 88.
Vefsíða: www.framfor.is
Vefsíða Bláa trefilsins www.blaitrefillinn.is

Félagið var stofnað 12. febrúar 2007

Stjórn:
Formaður: Guðmundur Páll Ásgeirsson
Gjaldkeri: Hinrik Greipsson, hinrik.greipsson@internet.is, sími 892-3355
Meðstjórnandi: Henry Granz
Varamaður: Steindór Ögmundsson
Varamaður: Þorsteinn Ingimundarson
Fulltrúi Blöðruhálsa/Góðra hálsa og frá Ljósinu: Jakob Garðarsson
Fulltrúi Frískra manna: Guðmundur Páll Ásgeirsson
Fulltrúi Traustra maka: Laila Margrét Arnþórsdóttir

Skrifstofa félagsins:
Opnunartími á skrifstofu er ekki fastur en stuðningssíminn 5515565 og tölvupósturinn framfor@framfor.is er alltaf opið.

Kennitala: 620207-2330 - Reikningsnúmer: 0101-26-062027 - VSK númer: 142837

Framkvæmdastjóri: Guðmundur G. Hauksson, gudmundur@framfor.is, sími 8435565

STARFSEMI FÉLAGSINS SNÝST UM…

  • að styðja við karlmenn sem greinst hafa með blöðruhálskirtilskrabbamein (BHKK), og aðstandendur þeirra og vinna að auknum upplýsingum og bættri þjónustu.
  • að efla rannsóknir á krabbameini í blöðruhálskirtli, styðja í hvívetna baráttuna gegn því og efla heilsu þeirra sem fá greiningu.

Ársskýrsla 2021

Ársskýrslu Framfarar má finna hér

Ársskýrsla 2020

  Ársskýrslu Framfarar má finna hér

Ársskýrsla 2019

Krabbameinsfélagið Framför var stofnað þann 12. febrúar 2007. Aðal hvatamaður að stofnun félagsins var Oddur Benediktsson. Markmið félagsins í upphafi var að afla fjár til að styrkja rannsóknir á krabbameini í blöðruhálskirtli og efla baráttuna gegn því. Félagið var öflugt undir stjórn Odds. Framför styrkti m.a. umfangsmikið rannsóknarverkefni varðandi krabbamein í blöðruhálskirtli við Miðstöð Háskóla Íslands í lýðheilsuvísindum. Að tilstuðlan Framfarar var bókin „Cooking with food that fight cancer“ þýdd. Titill bókarinnar á íslensku er: Bragð í baráttunni – matur sem vinnur gegn krabbameini. Útgefandi var JPV útgáfa. Mörg önnur verkefni, sem ekki verða talin upp hér, voru í höndum félagsins. Þegar Oddur féll frá árið 2010 dró mjög úr starfsemi félagsins.

Á aðalfundi Framfarar 8. apríl 2019 var félagið endurreist fyrir forgöngu stuðningshópsins Frískir menn og kosin ný stjórn. Hana skipa formaður: Þráinn Þorvaldsson, gjaldkeri: Hinrik Greipsson og meðstjórnandi: Óskar Einarsson. Varamenn: Guðmundur Einarsson og Sigurður Skúlason.

Á árinu 2019 var unnið að endurskipulagningu og markmiðasetningu félagsins og starfsemin ekki eiginlega hafin. Markmið félagsins er að styðja menn og maka þeirra sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli. Nafni félagsins var breytt vegna ruglings við nafn Krabbameinsfélagsins og heitir nú Framför – félag BHKK greindra. Stefnt er að því að félagið starfi í þremur stuðningshópum þar sem núverandi stuðningshópar BHKK greindra verði hluti af starfsemi félagsins. 1. Frískir menn – menn sem greinst hafa með BHKK en ekki farið í meðferð. 2. Góðir hálsar – menn sem hafa greinst með BHKK og farið í meðferð. 3. Ætlunin er að stofna þriðja stuðningshópurinn sem verði skipaður skipaður mökum og stuðningsfólki.

Eftir endurreist Framfarar var leitað eftir aðild félagsins að Evrópusamtökum BHKK greindra Europa UOMO en í þeim samtökum eru nú 27 aðildarfélög. Aðild Framfarar var formlega samþykkt á ársfundi samtakanna í Birmingham í júní 2019. Stjórnin hélt fjóra bókaða stjórnarfundi á árinu 2019. Stuðningshóparnir Frískir menn og Góður hálsar hafa starfað óbreytt eins og áður.

Þráinn Þorvaldsson

Starfsemi fram til 2019

Markmið félagsins er að styðja menn og maka þeirra sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli. Árið 2019 var unnið að endurskipulagningu og markmiðasetningu. Í apríl 2019 var kosin ný stjórn Framfarar og er hún að skilgreina og undirbúa framtíðarstarf félagsins. Meðal nýjunga er áhugi fyrir breyttu sameiginlegu fundafyrirkomulagi, Góðra hálsa og Frískra manna. Áhugi er fyrir að fá maka til samstarfs með stofnun sérstaks stuðningshóps fyrir maka. Einnig er áhugi fyrir að leita eftir erlendu samstarfi. Umsókn Framfarar um aðild að Evrópusamtökum blöðruhálskirtilsgreindra manna, Europa UOMO, er í umsóknarferli. Europa UOMO er öflugur málsvari og stuðningssamtök BHKK samtaka í 24 Evrópulöndum.  

Hér má sjá viðtal við Þráinn Þorvaldsson á Hringbraut 8. október 2019. Viðtalið hefst á 14:08:

 


Var efnið hjálplegt?