© Mats Wibe Lund

Suðurnes

Krabbameinsfélag Suðurnesja var stofnað 15. nóvember 1953 og eru félagsmenn um 950 talsins. Félagið heldur úti stuðninginshópnum Sunnan 5. Félagið veitir stuðning og fræðslu til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. Skrifstofan að Smiðjuvöllum 8 er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 12-16. Formaður félagsins er Hannes Friðriksson og starfsmaður Sigríður Erlingsdóttir.

Starfsemi 2019-2020

Sigríður Erlingsdóttir er forstöðumaður Krabbameinsfélags Suðurnesja. Starfsmaður sinnir skrifstofustörfum fyrir félagið og veitir sjúklingum og aðstandendum allar þær upplýsingar sem þeir óska eftir, í samvinnu við Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélags Íslands. Starfsmaður annast einnig kynningu á starfi félagsins, skipurleggur námskeið og vinnur að öflun nýrra félagsmanna..

Starfið hefur gengið vel og er með hefbundnum hætti. Rekstrarformið er í föstum skorðum á líðandi ári. Þjónustumiðstöðin er opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 12-16 og veitum við skjólstæðingum upplýsingar um réttindi sín og allt það sem kemur að krabbameinum og eftir greiningu í samstarfi við ráðgjafaþjónustu krabbameinsfélagsins. Við erum mikið í því að styrkja einstaklinga sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda eftir greiningu, bæði tengt meðferðum og einnig endurhæfingu, eins og td sálfræðiþjónustu og fleirra. Stuðningshópur kvenna hittist vikulega. Við erum með minningarsjóð Auðar Bertu og Sveins Wium sem er styrktarsjóður fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og stuðningur til þeirra sem eiga við erfiðar aðstæður að stríða vegna meðferðar og veikinda. Einnig eru félagasamtök, einstaklingar og hópar að veita okkur styrki sem gerir okkur kleift að styrkja krabbameinsgreinda og ekki má gleyma félagsmönnum og velunnara en félagsgjöldin eru okkar helstu tekjulind ásamt minningarkortunum.

Mottumars og bleiki október eru stórir mánuðir hjá okkur sem er vitundarvakning varðandi krabbameinum hjá körlum og konum. Þá erum við með bleika og bláa messu sem er hefðbundin dagskrá á þessum mánuðum. Þetta er sameinginlegt verkefni okkar og allra kirkna á Suðurnesjum og færist messan á milli sveitafélaga. Í bleikum október fórum við að stað með sölu á bleikum bolum til styrktar Krabbameinsfélgs Suðurnesja og gekk það eins og í sögu. Undirbúningur fyrir mottumars gekk vel en covid 19 setti strik í reikinginn en það átti að vera karlahlaup í samstarfið við lýðheilsuráð Reykjanesbæjar og 88 hússins. Bolasala átti að fara í gang ásamt fyrirlestur með Sölva Tryggvasonar en vegna smithættu var öll dagskrá lögð niður og bíður betri tíma.

Það hafa ekki verið mikið að fyrirlestrum hjá okkur þar sem mæting er mjög dræm en í staðin höfum við boðið upp á námskeið og hefur það gengið betur. Má nefna námskeiðið markmiðsetning og jákvæð sálfræði og var vel mætt í það. Stefnt er að fleirum námskeiðum.

Við bjóðum upp á jógatíma á vegum OM setrursins en það er vel sótt, erum með viðtalstíma hjá Svölu Berglind Robertsson en hún er sérfræðingur í líknarhjúkrun, með MS í krabbameins- og líknarhjúkrun og Dpl í sálgæslu.

Einnig höldum við áfram með listnámskeið fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur en það er hluti af endurhæfingu og er það öllum að kostnaðarlausu.

Fagaðilar frá Ráðgjafaþjónust krabbameinsfélagsins veita einnig ráðgjöf tvisar í mánuði í húsnæði Reykjanesbæjar en gerður var samningur við Reykjanesbæ, HSS og Krabbameinsfélags Suðurnesja og er þetta frábær viðbót fyrir okkar svæði og þörfin er alveg mikil og skiptir þetta máli að geta veitt okkar skjólstæðingum þessa þjónustu í heimabyggð. Þetta eru miklar gleðifréttir.

Sigríður Erlingsdóttir er í verkefni með Ásgeiri R. Helgasyni, dósent í sálfræði og sérfærðingur í fræðslu og forvörnum hjá krabbameinsfélaginu en hann er verkefnisstjóri verkefnisins „Börn og sorg“ sem er stuðningur við fagaðila sem vinna með börn eftir foreldramissi. Er verið að vinna í þarfagreiningu hér á Suðurnesjum og er búin að senda á alla skóla og leikskóla spurningarkönnum sem við vinnum svo sameigninlega úr. Það er búið að setja lög um að börn sem missa foreldri eigi rétt á ýmsum stuðningi og fagfólkið sem á sinna þessum börnum þarf að hafa einhver úrræði að aðgang að handleiðslu og öðrum stuðningi. Krabbameinsfélagið undir býr nú opnun á fræðslu- stuðnings- og handleiðslumiðstöðvar sem ætluð er fagaðilum sem vinna með börnum.

Það var ekki mikil starfsemi í covid ástandinu en skrifstofan var opin og var starfsemin í lágmarki. Tíminn var notaður í að endurgera þjónustumiðstöðina. Það skiptir miklu máli að hafa notalegt umhverfi fyrir svona starfsemi þar sem bæði er hægt að taka viðtöl og vera með stuðningshópa.

Krabbameinsfélag Suðurnesja er með facebooksíðu en þar eru settar inn allar upplýsingar og framundan fer vinna í heimasíðu félagsins sem verður aðgengilegri fyrir alla og nær til fleirri en það eru ekki allir á samfélagsmiðlum.

Árgjaldið fyrir félagsmenn er 3000 kr.Starfsemi 2018-2019

Starfið hefur gengið vel og er með hefðbundnum hætti. Rekstrarformið er í föstum skorðum á líðandi ári.

Í þjónustumiðstöðinni er opið tvisvar í viku og koma margir til að ræða sín mál við forstöðumann og við þá sem hafa reynslu af krabbameinum ásamt öðrum málum sem viðkemur því ferli. Haldnir eru fræðslufundir mánaðarlega þar sem fræðsla tengd krabbameinum er í fyrirrúmi. Starfsmaður sinnir skrifstofustörfum fyrir félagið og veitir skjólstæðingum allar þær upplýsingar sem þeir óska eftir, í samvinnu við Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands. Starfsmaður annast einnig kynningu á starfi félagsins, skipuleggur námskeið og vinnur að öflun nýrra félagsmanna.

Undirbúningur fyrir Bleikan október hófst í maí og lögð var lokahönd á hann í ágúst og september. Í ár var ljósmyndasýningin Bleik og var hún staðsett í bókasafni/Ráðhúsi Reykjanesbæjar og var hún vel sótt. Petrína Sigurðardóttir tók þátt í sýningunni fyrir okkar svæði og var heiðruð með bleiku slaufunni. Í tilefni af Bleikum október þá héldum við bókakvöld þar sem Marta Eiríksdóttir kom og las úr bók sinni. Við enduðum mánuðinn með bleikri messu í Ytri-Njarðvíkurkirkju sem var mjög vel sótt eða yfir 160 manns komu og áttu góða stund.

Mottumars gekk ekki síður en við tókum einnig þátt í ljósmyndasýningunni Meiri menn og gekk hún vonum framar. Sveinn Björnsson tók þátt í henni fyrir okkar svæði og sagði sína reynslusögu. Við afhjúpuðum einnig vefgáttina Karlaklefinn.is. og komum henni á framfæri út mánuðinn. Matti Osvald hélt fræðslukvöld tengt karlmönnum og krabbameinum og var það vel sótt. Blá messa var haldin að þessu sinni í Útskálakirkju í Suðurnesjabæ.

Lokað var í júlí vegna sumarfrí starfsmanns og opnað aftur í ágúst.

Stjórn Krabbameinsfélags Suðurnesja finnur fyrir skilningi á því sem verið er að gera og mikla velvild í garð félagsins í samfélaginu sem m.a. lýsir sér í því að margir einstaklingar og félagasamtök ánafna til félagsins peningum sem fara í starfið og styrki til krabbameinsgreinda. Við tökum sérstaklega fram að einn velgjörðarmann, hann Sigurð Wium Árnason sem kom færandi hendi þann 30. október og færði félaginu tvær milljónir að gjöf til minningar um konu hans, Auði Bertu og son þeirra, Svein Wium en bæði létust úr krabbameini fyrir mörgum árum. Þetta er annað sinn sem Sigurður gefur félaginu svona stóra gjöf. Stofnaður var minningarsjóður tileinkaður Auði og Sveini og er sjóðurinn tileinkaður þeim sem eiga sárt um að binda og þurfa aðstoð í ferlinu að greinast með krabbamein.

Krabbameinsfélag Suðurnesja afhenti nýtt ómskoðunartæki til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en tækið leysir af hólmi eldra tæki sem komið var á þrítugsaldurinn og kvensjúkdómalæknar á HSS hafa haft til afnota. Greiningartækið er notað til að greina meinsemdir í innri kynfærum kvenna og til að fylgjast með fósturmyndum og fósturþroska á meðgöngu. Krabbameinsfélag Suðurnesja hafði frumkvæðið að þessari gjöf með stuðningi frá Lions – og Lionessuklúbbi Suðurnesja, Oddfellowstúkunnar og Rótarýklúbb Keflavíkur undir formerkinu „margt smátt gerir eitt stórt“. Nýja ómskoðunartækið er að andvirði nærri fjögurra miljóna króna.

Ein af fjáröflunarleiðum Krabbameinsfélags Suðurnesja er sala á minningarkortum. Árgjaldið fyrir félagsmenn er 3.000 kr.

Svala Berglind Robertson hjúkrunarfræðingur með sérnám í krabbameins- og líknarhjúkrun og sálgæslu er með viðtöl við krabbameinsgreinda og aðstandendur hjá Krabbameinsfélagi Suðurnesja og er hægt að bóka tíma hjá félaginu í síma 421-6363.

Om-setrið býður þeim sem greinst hafa með krabbamein og eru að byggja sig upp í jógatíma tvisar í viku en þetta er samstarf á milli Krabbameinsfélags Suðurnesja og Om-setursins og er þetta skjólstæðingum að kostnaðarlausu.

Lögfræðistofa Suðurnesja býður upp á ókeypis lögfræðiþjónustu fyrir okkar skjólstæðinga.

Prestaköll á Suðurnesjum veita sálgæslu í tengslum við erfiðleika og áföll í lífi fólks.

Við hófum samstarf við heimahjúkrun HSS sem tók að sér að fara með fræðsluefni til krabbameinsgreindra í fyrstu heimsókn og láta vita af okkur.

Fleiri eru að sækja í styrki hjá okkur og aðstoð eftir greiningu. Reynt er eftir bestu getu að koma til móts við þarfir hvers og eins.

Fyrir hönd Krabbameinsfélags Suðurnesja,
Sigríður Erlingsdóttir forstöðumaður


Var efnið hjálplegt?