Aðrir stuðningshópar

Félög utan Krabbameinsfélagsins sem gætu nýst einstaklingum sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum þeirra.

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna

Innan SKB má finna fjölbreyttan stuðning við fjölskyldur barna sem greinst hafa með krabbamein. Skoðaðu vefsíðu félagsins www.skb.is fyrir nánari upplýsingar. 

Perluvinir

Perluvinir er félag þeirra sem greinst hafa með mergæxli (multiple myeloma) og aðstandendur þeirra. Nánari upplýsingar um félagið mé finna hér.

Sorgarmiðstöðin

Er þjónustumiðstöð á sviði sorgarúrvinnslu fyrir syrgjendur og þá sem vinna að velferð syrgjenda. Bak við Sorgarmiðstöðina eru fjögur félagasamtök sem hvert og eitt vinnur að því að styðja við hópa sem hafa upplifað sáran missi. Nánari upplýsingar um Sorgarmiðstöðina og aðildarfélögin má finna á heimasíðu þeirra www.sorgarmidstod.is.

 


Var efnið hjálplegt?