© Mats Wibe Lund

Vestur-Skaftafellssýsla

Krabbameinsfélag Vestur-Skaftafellssýslu var stofnað 6. maí 1971 og endurvakið síðast 5. maí 2009. Félagsmenn eru 48 talsins. Félagið hefur styrkt einstaklinga sem dvelja hafa þurft langdvalar í Reykjavík vegna krabbameinsmeðferðar. Formaður félagsins er Rannveig Bjarnadóttir. 

Starfsemi 2019

Lítil sem engin en hver sem þarf á krabbameinsmeðferð að halda á okkar svæði getur sótt um styrk til félagsins til endurgreiðslu á húsnæði á meðan dvöl þeirra stendur fjarri heimabyggð. Fjáröflun félagsins eru félagsgjöld.


Starfsemi 2018

Starfsemi er lítil sem enginn hjá okkur. Aðalfundur var haldinn á Ströndinni í Vík 3. maí 2018, félagsgjald er kr. 2.000.- og er það eina fjáröflun félagsins. 

Hver sem þarf á krabbameinsmeðferð að halda á okkar svæði getur sótt um styrk til félagsins til endurgreiðslu á húsnæði á meðan dvöl þeirra stendur fjarri heimabyggð.

Rannveig Bjarnadóttir

Starfsemi 2016-2017


Undanfarin ár hefur ekki verið mikil starfsemi hjá félaginu. Stjórnin hefur þó haldið símafundi. Félagið hefur styrkt einstaklinga sem dvelja hafa þurft langdvalar í Reykjavík vegna krabbameinsmeðferðar. 

Til stendur að halda aðalfund fljótlega og blása nýju lífi í félagið.

Ólöf Árnadóttir


Var efnið hjálplegt?