Fyrir fagfólk

Krabbameinsfélagið býður uppá ýmis námskeið og upplýsingagjöf fyrir fagfólk í heilbrigðiskerfinu.Klínískar leiðbeiningar

Mælt er með skipulegri lýðgrundaðri skimun fyrir krabbameini í leghálsi með töku frumusýnis frá leghálsi á þriggja ára fresti á aldursbilinu 23-65 ára hjá einkennalausum konum. Hér er hægt að nálgast klínískar leiðbeiningar Leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands vegna skipulegrar skimunar fyrir krabbameini í leghálsi.

Lesa meira

Námskeið fyrir heilbrigðis­starfsfólk

Ráðgjafarþjónustan hefur verið að koma til móts við heilbrigðisstarfsfólk með námskeiðum og fræðslufundum sem hefur nýst þeim sem endurmenntun og þjálfun.  Má þar nefna tjáskiptanámskeið, hópatíma í slökun og einnig hefur verið boðið upp á núvitundarnámskeið.

Lesa meira

Krabbameins­skrá

Krabbameinsskrá Íslands hefur verið starfrækt af Krabbameinsfélagi Íslands allt frá 1954 og tiltækar eru upplýsingar um greind krabbamein á öllu landinu frá og með árinu 1955. Skráin er lýðgrunduð og er ein fárra slíkra í heiminum, þ.e. hún tekur til heillar þjóðar og því á engan hátt bjöguð varðandi val í skráningu.

Lesa meira