Rannsóknir sem sjóðurinn styrkir
Á fjórum árum hefur Vísindasjóðurinn styrkt 30 rannsóknir um alls 227 milljónir króna. Hér má lesa um rannsóknirnar sem hlotið hafa styrki.
Á fjórum árum hefur Vísindasjóðurinn styrkt 30 rannsóknir um alls 227 milljónir króna. Hér má lesa um rannsóknirnar sem hlotið hafa styrki.
Andri Steinþór Björnsson og Inga Wessman rannsaka áhrif skimunar og greiningar á forstigi mergæxlis á andlega heilsu 80 þúsund Íslendinga.
Birna Baldursdóttir og samstarfsmenn rannsaka hvort notkun vefsíðu sem hjálpar karlmönnum að taka upplýsta ákvörðun um meðferðarleið við staðbundu krabbameini í blöðruhálskirtli auki ánægju með valið.
Bylgja Hilmarsdóttir þróar aðferð til að rækta briskrabbameinsfrumur við aðstæður sem líkjast því sem gerist í líkamanum.
Erna Magnúsdóttir rannsakar hvernig ónæmisfrumur fara út af sporinu og breytast í Waldenströmsæxli.
Gunnhildur Ásta Traustadóttir og samstarfsmenn rannsaka hlutverk próteinsins peroxidasin í eðlilegum og illkynja brjóstkirtli.
Hans Tómas og Salvör Rafnsdóttir rannsaka kæliferil í krabbameinsfrumum sem vonast er til að geti leitt til nýrra meðferða og dregið úr aukaverkunum meðferða.
Inga Reynisdóttir rannsakar hlutverk VMP1 gensins í brjóstaæxlismyndun og telur það vera fyrsta skref í átt að frekari meðferðarúrræðum.
Margrét Helga Ögmundsdóttir og Valgerður Jakobína Hjaltalín rannsaka ferli í frumum sem ver okkur fyrir krabbameinum en, ef æxli nær að myndast, hjálpar því að lifa af.
Ragnar Bjarnason og Vigdís Hrönn Viggósdóttir rannsaka síðbúnar afleiðingar krabbameina í æsku og einbeita sér meðal annars að hjartaheilsu og lífsgæðum.
Sigurður Guðjónsson og Oddur Björnsson rannsaka faraldsfræði, greiningu, meðferð og afdrif sjúklinga með þvagvegakrabbamein á Íslandi.
Þórhildur Halldórsdóttir rannsakar hvort ljósameðferð geti dregið úr líffræðilegri öldrun hjá konum eftir brjóstakrabbameinsmeðferð.
Bríet Bjarkadóttir doktorsnemi í Oxford vinnur að rannsókn sem gæti lagt grunn að þróun frjósemisverndandi lyfja sem hægt væri að gefa stúlkum og konum samhliða krabbameinslyfjameðferð.
Ágúst Ingi Ágústsson og Linda Karlsdóttir könnuðu áhrif SMS áminninga á þátttöku í leghálsskimun.
Helga M. Ögmundsdóttir rannsakar virkni málmsambanda gegn krabbameinsfrumum.
Stefán Sigurðsson rannsakar þátt ættlægra DNA breytinga á sjúkdómsframvindu hjá konum með eggjastokkakrabbamein.
Rósa Björk Barkardóttir rannsakar breytingu í BRCA1 geninu sem gæti haft áhrif á meðferðarmöguleika.
Guðrún Valdimarsdóttir rannsakar samskipti brjóstakrabbameinsfruma við umhverfið, sem gæti haft áhrif á meðferðarmöguleika.
Margrét Helga Ögmundsdóttir rannsakar gen sem hefur áhrif á hvort krabbameinsfrumur lifi eða deyji.
Erna Magnúsdóttir rannsakar ferla sem auka skilvirkni ónæmiskerfisins í að drepa æxlisfrumur.
Valtýr Stefánsson Thors vill koma í veg fyrir vandamál tengd miðlægum bláæðaleggjum hjá krabbameinsveikum börnum.
Erla Kolbrún Svavarsdóttir og Jóna Ingibjörg Jónsdóttir þróa meðferð fyrir konur með krabbamein og maka og meta áhrif á aðlögun tengda kynlífi og nánd.
Berglind Eva Benediktsdóttir lyfjafræðingur vinnur að því að breyta brjóstaþekjufrumum þannig að þær sendi boð um að eyða skuli brjóstakrabbameinsfrumum án þess að hafa áhrif á heilbrigðar frumur.
Þórarinn Guðjónsson frumulíffræðingur rannsakar skrið æxlisfruma frá upprunastað til annarra líffæra.
Þorkell Guðjónsson sameindalíffræðingur leitar svara við því hvers vegna sumar konur með östrógen-viðtaka jákvætt brjóstakrabbamein svara meðferð verr en aðrar.
Ásgeir Thoroddsen kortleggur leghálskrabbamein á síðustu áratugum á Íslandi.
Sævar Ingþórsson frumulíffræðingur rannsakar hvernig HER2 hefur áhrif á líffræði og hegðun krabbameinsvaxtar.
Aðalgeir Arason leitar að erfðabreytileikum með fjölgenaáhrif á myndun brjóstakrabbameins.
Stefán Sigurðsson sameindalíffræðingur rannsakar áhrif stökkbreytinga í BRCA2 á vefjasértækni og þróun krabbameina.
Gunnhildur Ásta Traustadóttir rannsakar hlutverk stofnfrumupróteinsins DLK1 í brjóstakrabbameinum.
Inga Reynisdóttir rannsakar hvort erfðavísar tengist klínískum eða vefjameinafræðilegum þáttum.