Heilsamín
  • Notist daglega
  • Endurnýjast sjálfkrafa
  • Geymist þar sem börn ná til

Verndum húðina

 

Útfjólublá geislun frá sól eða sólarbekkjum getur valdið húðkrabbameini, meðal annars sortuæxlum sem er alvarlegasta gerðin, og húðin getur orðið fyrir skaða án þess að við upplifum sólbruna. Húðskaði af völdum útfjólublárra geislunar er ekki bara vandamál í heitari löndum, íslenska sólskinið getur líka verið varasamt. Afar mikilvægt er að passa að börn brenni ekki.

Hægt er að fylgjast með daglegum spágildum útfjólublárra geislunar (UV-stuðli) hjá Veðurstofunni og Geislavörnum. Almennt er miðað við að UV-stuðull yfir 3 sé hættulegur fyrir húðina.

Öflugasta sólarvörnin er að halda sig í skugga þegar sólargeislun er sem mest. Utan skuggans skiptir fatnaður (léttar síðerma flíkur, hattur og sólgleraugu) og sólarvörn mestu máli. Mikilvægt er að velja sólarvörn með allavega SPF 30. Hafa ber í huga að sólarvörnin þarf tíma til að ná fullri virkni og því þarf að bera hana á sig 20-30 mínútum áður en farið er út í sólina. Einnig þarf að bæta á vörnina á nokkra tíma fresti.

Vatn og snjór spegla stórum hluta útfjólublárra geislunar og vissar aðstæður geta þannig magnað geislunina svo sem sund-, veiði- eða jöklaferðir. Sólarvarnir eru sérlega mikilvægar í hálendisferðum þar sem geislunin eykst með aukinni hæð yfir sjávarmáli.

Mikilvægt er að fylgjast vel með breytingum á fæðingarblettum og láta athuga með þá reglulega hjá húðlækni.

 

Nánari upplýsingar má finna hér:

Ultraviolet radiation and cancer - European Code against Cancer

Sólin getur bitið - Karlaklefinn

Húðkrabbamein - Krabb.is

 

 


Var efnið hjálplegt?