Heilsamín
 • Notist daglega
 • Endurnýjast sjálfkrafa
 • Geymist þar sem börn ná til

Hæfileg líkamsþyngd

Hár líkamþyngdarstuðull (kg/m2) er staðfestur áhættuþáttur 12 mismunandi krabbameina. Um er að ræða aukna áhættu fyrir krabbamein í:

 • Vélinda
 • Brisi
 • Gallblöðru
 • Lifur
 • Ristli og endaþarmi
 • Brjóstum – greint eftir tíðahvörf
 • Legi
 • Eggjastokkum
 • Nýrum
 • Munni, koki og barkarkýli
 • Maga (magaop)
 • Blöðruhálskirtli – langt gengið mein

 

Auk þess er mikil þyngdaraukning á fullorðinsárum staðfestur áhættuþáttur fyrir brjóstakrabbamein greint eftir tíðahvörf

 Flestar rannsóknir sýna að almennt er lægsta krabbameinstíðnin meðal þeirra sem eru með líkamsþyngdarstuðul á bilinu 18,5 til 25 kg/m2 og fyrir ofan þetta bil sést að því hærri sem líkamsþyngdarstuðullinn er því meiri er áhættan á krabbameinum (sjá dæmi í línuritinu fyrir krabbamein í ristli og endaþarmi). Þó ber að hafa í huga að líkamþyngdarstuðull er ekki nákvæmt mælitæki og gerir til dæmis ekki greinarmun á fitu- og vöðvamassa.

Til að draga úr þyngdaraukningu og/eða viðhalda líkamsþyngd er mikilvægt að hreyfa sig daglega í að minnsta kosti 30 mínútur, takmarka skjátíma utan vinnu og skóla, borða ríflega af heilkornavörum, grænmeti, ávöxtum og baunum og takmarka neyslu á drykkjum og matvælum sem innihalda viðbættan sykur.

Nánari upplýsingar má finna hér:

Body fatness & weight gain - World Cancer Research Fund

Obesity, body fatness and cancer - European Code against Cancer


Var efnið hjálplegt?