Þátttaka

 Lokað hefur verið fyrir nýjar skráningar í rannsóknina frá og með 1. maí 2021.

  • Áður en þú skráir þig í rannsóknina ráðleggjum við þér að kynna þér upplýsingar um rannsóknina sem finna má hér.

Úrtakshópur þessarar rannsóknar eru allir sem hafa greinst með krabbamein á árunum 2015 til 2019 og voru 18-80 ára við greiningu og fá allir sent boðsbréf í júní 2020 á heimilsfang sem skráð er í Þjóðskrá. Upplýsingar um krabbameinsgreiningar koma frá Krabbameinsskrá Íslands.

Hér skráir þú þig í rannsóknina . Í skráningarferlinu ertu beðin(n) um að undirrita upplýst samþykki þar sem fram kemur hver tilgangur rannsóknarinnar er og í hverju þátttaka þín er fólgin. Að lokinni undirritun færðu aðgang að spurningalista rannsóknarinnar sem tekur um það bil 30-40 mínútur að svara. 

Hægt er að sjá upplýsta samþykkið hér.

Ef þú vilt taka þér hvíld frá því að svara listanum er hægt að loka vafranum. Þegar þú vilt svo halda áfram að svara spurningunum þá er hægt að ýta á persónulega krækju sem þú fékkst senda með tölvupósti eftir að þú samþykktir að taka þátt í rannsókninni. Einnig er gefið val um að fá senda krækjuna með símaskilaboðum fyrir þá sem það vilja. Þegar smellt er á krækjuna flyst þú beint þangað sem frá var horfið í spurningalistanum.

 


Vísaðu okkur veginn