Haukur: Samtalið er magnað fyrirbæri

  • Haukur Gunnarsson

Haukur Gunnarsson er sjötugur og greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir þremur árum. Hann og kona hans hafa sótt stuðning í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem hefur auðveldað þeim að tala saman um veikindin og áskoranirnar sem þeim fylgja. 

„Það er magnað fyrirbæri þetta samtal“


„Þegar ég komst yfir mesta svekkelsið við að greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein og svekkelsin sem fylgdu líka í kjölfarið þá þurfti ég bara að hugsa um hvað geri ég í dag. Að vera í núinu og lifa í lausninni. Ég ákvað að ég get haft gaman í dag þó ég sé með krabbamein. En það hefur tekist bara nokkuð vel en auðvitað dett ég inn í það stundum að hugsa … hvað svo. Því ég hef náttúrulega verið í þannig ferli að blöðruhálskirtillinn var tekinn og það dugði ekki til og ég fór í geisla sem höfðu ekkert að segja og síðan fór ég á lyf og er á þeim núna.“

https://youtu.be/8G5-3fbsqm4

„Það er mjög mikilvægt að vera ekki einn í þessu og vera í sambandi við einhvern annan. Konan mín hefur sótt stuðning m.a. til Ráðgjafarþjónustunnar og farið þar í viðtöl sem hefur gert henni mjög gott og auðveldað okkur að tala saman. Við tölum þá sama tungumál sem skiptir máli. Hún veit þá um hvað ég er að tala og ég hvernig hennar upplifun er. Þetta hefur ekki síður verið erfitt fyrir hana. Ég hef líka verið duglegur að upplýsa fjölskylduna um allt ferlið.

Mér finnst það vera gefandi að segja frá hvernig mér hefur liðið og tekist á við þetta og því er ég stuðningsfulltrúi í Stuðningsnetinu. Menn geta leitað til mín og fengið vitneskju um hvaða aðferð ég notaði þegar það var val um að fara í geisla eða uppskurð. Það er erfitt að stíga skrefið og því er það svo gott að hafa einhvern með sér sem skilur mann. Það er svo magnað fyrirbrigði þetta samtal. Ég hef mjög mikla trú á samtalinu þar sem það gerir mér mjög gott og veit það gerir margt gott fyrir aðra.“

Haukur er stuðningsfulltrúi í StuðningsnetinuFleiri sögur

Kristín Þórsdóttir

4. feb. 2020 : Kristín: Það krefst mikils styrks að leita sér stuðnings

Kristín Þórsdóttir var 33ja ára þegar hún missti manninn sinn úr krabbameini en þau eiga þrjú börn saman. Veikindin tóku 11 ár og tóku mikið á. Nú, tveimur árum seinna, þykir Kristínu dýrmætt að hægt sé að leita stuðnings hjá einhverjum sem skilur út frá eigin reynslu.

Lesa meira
Anna Lára Magnúsdóttir

4. feb. 2020 : Anna Lára: Maður er ekki einn í heiminum

Anna Lára Magnúsdóttir er 47 ára og greindist fyrir sjö árum með brjóstakrabbamein. Henni fannst jafningjastuðningurinn veita sér von um að hún fengi gamla lífið sitt til baka. 

Lesa meira
Anna Maria Milosz

4. feb. 2020 : Anna María: Svo gott að pústa við einhvern sem skilur

Anna María greindist 34. ára með Non-Hodgkins eitilfrumukrabbamein en gaf sér ekki tíma til að hitta stuðningsfulltrúa. Hún sér eftir því í dag og telur mikilvægt að þiggja jafningjastuðning.

Lesa meira
Ragnheiður Guðmundsdóttir

4. feb. 2020 : Ragnheiður: Greiningin breytti lífi mínu

Ragnheiður Guðmundsdóttir er 37 ára og greindist með krabbamein í lífhimnu og lifur fyrir ári síðan. Kvíði, áfallastreita og þunglyndi fylgdu veikindunum og hún vill hjálpa öðrum með stuðningi í Stuðningsnetinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?