Anna Lára: Maður er ekki einn í heiminum

  • Anna Lára Magnúsdóttir

Anna Lára Magnúsdóttir er 47 ára og greindist fyrir sjö árum með brjóstakrabbamein. Henni fannst jafningjastuðningurinn veita sér von um að hún fengi gamla lífið sitt til baka. 

„Jafningjastuðningurinn veitti mér von”

„Ég er stuðningsfulltrúi í Stuðningsnetinu því ég sjálf nýtti mér jafningjastuðning þegar ég greindist og ég veit því hvað hann skiptir miklu máli.

Jafningjastuðningurinn sem ég fékk veitti mér von. Sú sem var stuðningsfulltrúinn minn hafði gengið í gegnum brjóstakrabbamein og lyfjameðferð og það gekk vel hjá henni. Það veitti mér von um að þetta yrði allt gott aftur og maður fengi lífið til baka. Það skiptir líka svo miklu máli að maður einangri sig ekki heldur þiggi hjálp og stuðning. Það var svo gott að hitta einhvern sem maður getur samsamað sig við og maður finnur samkennd með. Hitta einhvern sem er á svipuðu róli sem þú getur spurt spurninga og fengið svör frá.

Það er svo gott að heyra líka sögu annarra því þetta snýst allt um að maður sé ekki einn í heiminum með þetta.”

Anna Lára er stuðningsfulltrúi í Stuðningsnetinu 



Fleiri sögur

Kristín Þórsdóttir

4. feb. 2020 : Kristín: Það krefst mikils styrks að leita sér stuðnings

Kristín Þórsdóttir var 33ja ára þegar hún missti manninn sinn úr krabbameini en þau eiga þrjú börn saman. Veikindin tóku 11 ár og tóku mikið á. Nú, tveimur árum seinna, þykir Kristínu dýrmætt að hægt sé að leita stuðnings hjá einhverjum sem skilur út frá eigin reynslu.

Lesa meira
Anna Maria Milosz

4. feb. 2020 : Anna María: Svo gott að pústa við einhvern sem skilur

Anna María greindist 34. ára með Non-Hodgkins eitilfrumukrabbamein en gaf sér ekki tíma til að hitta stuðningsfulltrúa. Hún sér eftir því í dag og telur mikilvægt að þiggja jafningjastuðning.

Lesa meira
Haukur Gunnarsson

4. feb. 2020 : Haukur: Samtalið er magnað fyrirbæri

Haukur Gunnarsson er sjötugur og greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir þremur árum. Hann og kona hans hafa sótt stuðning í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem hefur auðveldað þeim að tala saman um veikindin og áskoranirnar sem þeim fylgja. 

Lesa meira
Ragnheiður Guðmundsdóttir

4. feb. 2020 : Ragnheiður: Greiningin breytti lífi mínu

Ragnheiður Guðmundsdóttir er 37 ára og greindist með krabbamein í lífhimnu og lifur fyrir ári síðan. Kvíði, áfallastreita og þunglyndi fylgdu veikindunum og hún vill hjálpa öðrum með stuðningi í Stuðningsnetinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?