Ása Sigríður Þórisdóttir 23. nóv. 2022

Blush styrkir Bleiku slaufuna

Gerður Arinbjarnardóttir eigandi Blush afhenti á dögunum Bleiku slaufunni 1.000.000 króna styrk sem safnaðist í október t.d. með viðburðum í verslun Blush og Blush bingói þar sem allur ágóði af seldum bingó spjöldum rann óskiptur til Bleiku slaufunnar.

Bleika slaufan er árlegt árverkni- og fjáröflunarverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

„Krabbameinsfélagið skiptir okkur gríðarlega miklu máli en árlega greinast að meðaltali um 850 konur með krabbamein. Við þökkum Krabbameinsfélaginu og Bleiku slaufunni fyrir frábært framtak og vonum að styrkurinn muni nýtast samtökunum vel” segir Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush.

Krabbameinsfélagið þakkar Blush kærlega fyrir stuðninginn sem kemur svo sannarlega að góðum notum og mun nýtast til mikilvægra verka s.s. endurgjaldslausan stuðning og ráðgjöf við þá sem greinast með krabbamein, aðstandendur þeirra og syrgjendur, rannsókna á krabbameinum, forvarna og fræðslu.


Fleiri nýjar fréttir

22. nóv. 2022 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Nú hafa verið sendir út miðar í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. Allt frá árinu 1955 hefur Krabbameinsfélagið staðið fyrir happdrætti sem hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun. 

Lesa meira

16. nóv. 2022 : Arion banki og Vörður styðja Krabba­meins­félagið

Arion banki og Vörður styrktu Krabbameinsfélagið um 2.178.000 króna sem eru bæði styrkur frá félögunum og afrakstur söfnunar frá kvennakvöldi sem haldið var í höfuðstöðvum félaganna. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn sem skiptir svo sannarlega máli.

Lesa meira

16. nóv. 2022 : Wok On styrkir Bleiku slaufuna

Í Bleiku slaufunni í október voru rauðu take-away boxin á Wok On sett í bleik­an bún­ing og runnu 50 krón­ur af hverj­um seld­um rétti til Krabbameinsfélagsins. Óhætt er að segja að lands­menn hafi tekið þessu vel og seld­ust ríf­lega 23.000 rétt­ir og söfnuðust alls 1.161.950 kr. 

Lesa meira

15. nóv. 2022 : Hreyfum okkur!

Í ár efnir Frjálsíþróttadeild ÍR til samstarfs við Krabbameinsfélagið með Gamlárshlaup ÍR. Þátttakendur Gamlárshlaup ÍR geta hlaupið til styrktar góðu málefni auk þess sem almenningi gefst kostur á að heita á hlaupara og leggja þannig baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?