Ása Sigríður Þórisdóttir 23. nóv. 2022

Blush styrkir Bleiku slaufuna

Gerður Arinbjarnardóttir eigandi Blush afhenti á dögunum Bleiku slaufunni 1.000.000 króna styrk sem safnaðist í október t.d. með viðburðum í verslun Blush og Blush bingói þar sem allur ágóði af seldum bingó spjöldum rann óskiptur til Bleiku slaufunnar.

Bleika slaufan er árlegt árverkni- og fjáröflunarverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.  

„Krabbameinsfélagið skiptir okkur gríðarlega miklu máli en árlega greinast að meðaltali um 850 konur með krabbamein. Við þökkum Krabbameinsfélaginu og Bleiku slaufunni fyrir frábært framtak og vonum að styrkurinn muni nýtast samtökunum vel” segir Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush.

Krabbameinsfélagið þakkar Blush kærlega fyrir stuðninginn sem kemur svo sannarlega að góðum notum og mun nýtast til mikilvægra verka s.s. endurgjaldslausan stuðning og ráðgjöf við þá sem greinast með krabbamein, aðstandendur þeirra og syrgjendur, rannsókna á krabbameinum, forvarna og fræðslu.


Fleiri nýjar fréttir

20. sep. 2023 : Beint streymi: Málþing í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rannsókna

„Varðar mig eitthvað um krabba­meins­rann­sóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við”. Þannig hljómar titill málþings sem Krabba­meins­félagið býður til í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rann­sókna fimmtu­daginn 21. september kl. 16:30 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

5. sep. 2023 : „Ef ég held röddinni þá læt ég reyna á þetta“

Ljóðskáldið og rithöfundurinn Anton Helgi Jónsson stóð fyrir einstökum viðburði á Menningarnótt og safnaði um leið áheitum til styrktar Krabbameinsfélaginu. Viðburðurinn fékk heitið Ljóðamaraþon og gekk út á ljóðalestur undir berum himni í jafn langan tíma og sem nemur heimsmeti í maraþonhlaupi, eða í rúma tvo klukkutíma. Anton Helgi segir hér frá krabbameininu sem uppgötvaðist fyrir tilviljun, kirkjuskáldum og kráarskáldum og öðruvísi maraþonundirbúningi.

Lesa meira

5. sep. 2023 : Upplýsingafundur fyrir samstarfsaðila Bleiku slaufunnar

Vill þitt fyrirtæki vera samstarfsaðili Bleiku slaufunnar? Komdu á upplýsingafund sem haldinn verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins 8. september nk. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?