Ása Sigríður Þórisdóttir 12. apr. 2024

Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Hann hélt áfram að vinna, skipti meira að segja um vinnu eftir að hann greindist og segir að enginn hafi verið að spá í hvernig hann hljómaði. Það hafi reyndar verið ein og ein kona sem spurði hvort hann væri eitthvað kvefaður.

Í dag er hann hvorki með kok eða raddbönd og þegar fólk áttar sig á því spyrja margir hvernig hann fari að því að tala. Það segir hann vel hægt því við notum vöðvana í hálsinum til að tala og það geri líka þeir sem séu með raddbönd.

,,Ég syng ekki, ég er eintóna”

https://youtu.be/EjPQn8pEASY

Ómari var bent á í framhaldinu að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Hann ber Ragnari vel söguna, segir hann hafa hjálpað sér og öðrum sem greinst hafa, með sama mein, mikið.

Í dag er Ómar eftirlaunaþegi en segir sína vinnu vera ræktina. Þangað fer hann fimm daga vikunnar og að heilsuræktin sé orðin hans líf núna.

,,Í dag er ég í betra formi en ég hef sennilega nokkurn tíma verið”


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?