Guðmundur Pálsson 24. nóv. 2021 : Fræðslu­mynd í tilefni stór­afmælis

Í tilefni af 40 ára afmæli Stómasamtaka Íslands er nú komin út vönduð fræðslumynd. Samtökin eru hagsmunasamtök stómaþega á Íslandi sem leggja áherslu á aukin lífsgæði stómaþega með fræðslu, stuðningi og hvatningu.

Ása Sigríður Þórisdóttir 19. nóv. 2021 : Krabbameinsfélagið tekur þátt í verkefni um nýsköpun í heilsueflingu

Í dag kynnir Birna Þórisdóttir sérfræðingur og nýdoktor við Háskóla Íslands og fyrrum sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu niðurstöður verkefnisins Er það bara ég eða stekkur súkkulaðið sjálft ofan í innkaupakerruna?

Guðmundur Pálsson 18. nóv. 2021 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins: Stuðningur við marg­þætta starf­semi

Nú hafa verið sendir út miðar í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins. Allt frá árinu 1955 hefur Krabba­meins­félagið staðið fyrir happdrætti sem hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 18. nóv. 2021 : Ný rafræn samskiptagátt fyrir sjúklinga með krabbamein

Heilsumeðvera er ný rafræn samskiptagátt sem fer í loftið í nóvember. Þar geta krabbameinssjúklingar nálgast upplýsingar um meðferð, sent inn fyrirspurnir og fengið fræðsluefni sniðið að sínum sjúkdómi og meðferð. Heilbrigðisstarfsmaður vaktar þær fyrirspurnir sem berast, til að tryggja greið svör.

Ása Sigríður Þórisdóttir 13. nóv. 2021 : Sendu pabba mikilvæg skilboð á Feðradaginn

Í tilefni af Feðradeginum, sunnudaginn 14. nóvember, hvetur Krabbameinsfélagið alla til að senda pabba mikilvæg skilaboð - því við viljum hafa pabbana sem lengst á meðal okkar, við sem besta heilsu.

Ása Sigríður Þórisdóttir 11. nóv. 2021 : Pabbamein - Tíminn er dýrmætur. Ekki bíða til æviloka

Í tengslum við Feðradaginn, 14. nóvember er Krabbameinsfélagið með mikilvæg skilaboð til feðra: að fara inn á pabbamein.is og kynna sér helstu einkenni krabbameina og fara strax til læknis ef einkenna verður vart.

Ása Sigríður Þórisdóttir 10. nóv. 2021 : Er ekki bara best að skella þessu inn?

Nú situr fólk sem hefur hagsmuni landsmanna að leiðarljósi og skrifar nýjan stjórnarsáttmála. Krabbameinsfélagið bindur vonir við að þar verði greinar um nýja dagdeild, íslensku krabbameinsáætlunina og skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi.

Ása Sigríður Þórisdóttir 2. nóv. 2021 : Dagur í lífi á Rúv

Í þættinum sem sýndur var 31. október var rætt við Hilmar Snæ Örvarsson. Átta ára gamall stóð hann frammi fyrir því að missa annan fótinn vegna krabbameins sem hann greindist með sem lítill drengur. Í dag er hann tvítugur, stundar skíði af kappi og lærir læknisfræðilega verkfræði í Háskóla Íslands. 


Fleiri nýjar fréttir

25. mar. 2023 : Svona nýtist þinn stuðningur

Krabbameinsfélaginu er ekkert óviðkomandi þegar kemur að krabbameinum. Starfsemi og þjónusta félagsins er fyrir alla en í Bleiku slaufunni í október er athyglinni beint að krabbameinum hjá konum og í Mottumars að krabbameinum hjá körlum með áherslu á forvarnir og fræðslu af ýmsu tagi.

Lesa meira

24. mar. 2023 : Einstakrar konu minnst

Í dag er kvödd frá Hallgrímskirkju Gunnhildur Óskarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og stofnandi samtakanna Göngum saman. Með Gunnhildi er gengin einstök kona sem skildi mikið eftir sig. Það er mikill sjónarsviptir að Gunnhildi víða í samfélaginu en mestur er auðvitað missir fjölskyldu Gunnhildar. Hjá Krabbameinsfélaginu er Gunnhildar minnst með mikilli hlýju og virðingu og aðstandendum Gunnhildar sendir félagið innilegar samúðarkveðjur.

Lesa meira

23. mar. 2023 : Margverðlaunuð motta

Viðtal við Jón Baldur Bogason, þátttakanda í Skeggkeppni Mottumars og stjórnarformann Skeggfjelags Reykjavíkur og nágrennis. Söfnunarsíðuna hans í Skeggkeppni Mottumars má nálgast hér.

Lesa meira

23. mar. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. 

Lesa meira

20. mar. 2023 : Örþing Krabba­meins­félags­ins föstu­daginn 31. mars

Í tilefni af Mottumars býður Krabbameinsfélagið til stutts málþings sem ber yfirskriftina „Ekki humma fram af þér heilsuna!”.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?