Ása Sigríður Þórisdóttir 13. nóv. 2021

Sendu pabba mikilvæg skilboð á Feðradaginn

Í tilefni af Feðradeginum, sunnudaginn 14. nóvember, hvetur Krabbameinsfélagið alla til að senda pabba mikilvæg skilaboð - því við viljum hafa pabbana sem lengst á meðal okkar, við sem besta heilsu.

Það er staðreynd að karlar draga almennt lengur en konur að leita til læknis finni þeir fyrir einkennum. Það er áríðandi að bregðast hratt við mögulegum einkennum krabbameins, því ef í ljós kemur að þau tengjast krabbameini skiptir tíminn miklu máli.

Hvað getum við gert til að ýta við pabba?

  • Segðu pabba að fara inn á pabbamein.is, og kynna sér helstu einkenni krabbameina.
  • Skráðu pabba í Karlaklúbbinn og segðu honum að það skipti þig máli að hann sé meðvitaður um einkenni krabbameina og mikilvægi þess að bregðast skjótt við. Skráning í klúbbinn felur í sér að hann fær senda tölvupósta nokkrum sinnum á ári með fróðleik og hvatningu, sér að kostnaðarlausu.
  • Biddu pabba um að taka Pabbameinsprófið til að sjá hvort hann sé með helstu staðreyndir um einkenni og áhættuþætti á hreinu. Því fyrr sem krabbamein uppgötvast, því meiri líkur eru á bata.


Líkur á að greinast með krabbamein aukast jafnt og þétt eftir fimmtugt. Stór hluti þeirra sem greinast eru feður og því köllum við þessi mein pabbamein.

Pabbamein




Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?