Ása Sigríður Þórisdóttir 13. nóv. 2021

Sendu pabba mikilvæg skilboð á Feðradaginn

Í tilefni af Feðradeginum, sunnudaginn 14. nóvember, hvetur Krabbameinsfélagið alla til að senda pabba mikilvæg skilaboð - því við viljum hafa pabbana sem lengst á meðal okkar, við sem besta heilsu.

Það er staðreynd að karlar draga almennt lengur en konur að leita til læknis finni þeir fyrir einkennum. Það er áríðandi að bregðast hratt við mögulegum einkennum krabbameins, því ef í ljós kemur að þau tengjast krabbameini skiptir tíminn miklu máli.

Hvað getum við gert til að ýta við pabba?

  • Segðu pabba að fara inn á pabbamein.is, og kynna sér helstu einkenni krabbameina.
  • Skráðu pabba í Karlaklúbbinn og segðu honum að það skipti þig máli að hann sé meðvitaður um einkenni krabbameina og mikilvægi þess að bregðast skjótt við. Skráning í klúbbinn felur í sér að hann fær senda tölvupósta nokkrum sinnum á ári með fróðleik og hvatningu, sér að kostnaðarlausu.
  • Biddu pabba um að taka Pabbameinsprófið til að sjá hvort hann sé með helstu staðreyndir um einkenni og áhættuþætti á hreinu. Því fyrr sem krabbamein uppgötvast, því meiri líkur eru á bata.


Líkur á að greinast með krabbamein aukast jafnt og þétt eftir fimmtugt. Stór hluti þeirra sem greinast eru feður og því köllum við þessi mein pabbamein.

Pabbamein




Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?