Guðmundur Pálsson 23. jan. 2023 : Vilt þú taka þátt í undir­búningi Styrk­leik­anna?

Styrkleikarnir verða haldnir í annað sinn á Selfossi laugardaginn 29. apríl til sunnudagsins 30. apríl. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein.

Ása Sigríður Þórisdóttir 5. jan. 2023 : Laust starf: Viltu hafa áhrif til góðs?

Til að ná enn meiri árangri í starfi félagsins viljum við fjölga í öflugu teymi sérfræðinga okkar og efla kynningar- og fræðslustarf félagsins enn frekar og auglýsum eftir sérfræðingi í miðlun. Við leitum að metnaðarfullum, drífandi og sjálfstæðum einstaklingi sem brennur fyrir að ná árangri í starfi, fólkinu í landinu til heilla.

Ása Sigríður Þórisdóttir 5. jan. 2023 : Er ekki langt síðan þú fórst í vísindaferð? Nú er komið að því!

Krabbameinsfélagið býður heilbrigðisstarfsfólki í vísindaferð, fimmtudaginn 12. janúar kl. 16:30 – 18:00 í húsi félagsins í Skógarhlíð 8.  

Ása Sigríður Þórisdóttir 3. jan. 2023 : Reyklaust nýtt ár

Innan Krabbameinsfélagsins er áratuga reynsla af stuðningi við fólk sem vill hætta að reykja. Hægt er að bóka ókeypis samtal við sérfræðinga í reykbindindi, bæði á íslensku, pólsku og ensku. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 3. jan. 2023 : Bláa Lónið styrkir Vísinda­sjóð Krabba­meins­fé­lagsins

Í ár studdi Bláa Lónið Krabbameinsfélagið með þátttöku í átaksverkefnunum Mottumars og Bleiku slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október, til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?