Sigurlaug Gissurardóttir 28. sep. 2016 : Bleika boðið á góðgerðardegi Kringlunnar "Af öllu hjarta"

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir 27. sep. 2016 : Fimm milljónir frá velunnurum Krabbameins­félagsins renna til tækjakaupa

Krabbameinsfélagið er svo lánsamt að eiga 15.000 virka bandamenn í baráttunni gegn krabbameini sem styrkja félagið með mánaðarlegum framlögum. Þessi velviljaði hópur nefnast einu nafni velunnarar Krabbameinsfélagsins og er fjölmennasti stuðningshópur félagsins.

Í tilefni af átaksmánuði Bleiku slaufunnar í október renna fimm milljónir af mánaðarlegri gjöf velunnara til endurnýjunar á tækjabúnaði til skipulegrar leitar á brjóstakrabbameini. Skipuleg leit er öflugasta vopnið í baráttunni gegn þessu algengasta krabbameini kvenna á Íslandi og endurnýjun orðin tímabær.

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir 15. sep. 2016 : Fjáröflun Bleiku slaufunnar 2016 rennur til endurnýjunar tækjabúnaðar fyrir brjósta­krabbameins­leit

Bleika slaufan, átaksverkefni Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum í konum, er tileinkað brjóstakrabbameini í ár. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein íslenskra kvenna og greinist kona með brjóstakrabbamein á um 40 klukkustunda fresti árið um kring. Margt jákvætt hefur áunnist og geta nú 90% kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein vænst þess að lifa lengur en 5 ár sem er mjög góður árangur á heimsvísu


Fleiri nýjar fréttir

2. okt. 2023 : Takk fyrir samveruna og stuðninginn

Það er óhætt að segja að gleði, samhugur og samstaða hafi ráðið ríkjum á opnunarviðburði Bleiku slaufunnar sem haldinn var í Þjóðleikhúsinu þann 28. september. Myndirnar sem hér fylgja segja allt um stemminguna.

Lesa meira

29. sep. 2023 : Verum bleik - fyrir okkur öll

Í dag, föstudaginn 29. september, hefst árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan. Í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að mikilvægi samstöðunnar og bleika litarins sem tákns um hana.

Lesa meira

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?