Sigurlaug Gissurardóttir 28. sep. 2016 : Bleika boðið á góðgerðardegi Kringlunnar "Af öllu hjarta"

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir 27. sep. 2016 : Fimm milljónir frá velunnurum Krabbameins­félagsins renna til tækjakaupa

Krabbameinsfélagið er svo lánsamt að eiga 15.000 virka bandamenn í baráttunni gegn krabbameini sem styrkja félagið með mánaðarlegum framlögum. Þessi velviljaði hópur nefnast einu nafni velunnarar Krabbameinsfélagsins og er fjölmennasti stuðningshópur félagsins.

Í tilefni af átaksmánuði Bleiku slaufunnar í október renna fimm milljónir af mánaðarlegri gjöf velunnara til endurnýjunar á tækjabúnaði til skipulegrar leitar á brjóstakrabbameini. Skipuleg leit er öflugasta vopnið í baráttunni gegn þessu algengasta krabbameini kvenna á Íslandi og endurnýjun orðin tímabær.

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir 15. sep. 2016 : Fjáröflun Bleiku slaufunnar 2016 rennur til endurnýjunar tækjabúnaðar fyrir brjósta­krabbameins­leit

Bleika slaufan, átaksverkefni Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum í konum, er tileinkað brjóstakrabbameini í ár. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein íslenskra kvenna og greinist kona með brjóstakrabbamein á um 40 klukkustunda fresti árið um kring. Margt jákvætt hefur áunnist og geta nú 90% kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein vænst þess að lifa lengur en 5 ár sem er mjög góður árangur á heimsvísu


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?