Sigurlaug Gissurardóttir 28. sep. 2016

Bleika boðið á góðgerðardegi Kringlunnar "Af öllu hjarta"

14445994_10153680517462303_1212966414579166590_nGóðgerðardagur Kringlunnar "Af öllu hjarta" verður fimmtudaginn 29. september og er tileinkaður Bleiku slaufunni. Auk þess að gefa 5% af veltu dagsins til Bleiku slaufunnar, býður fjöldi verslana uppá glæsileg tilboð og verður Bleika slaufan til sölu í verslunum Kringlunnar.

Öllu söfnunarfé Bleiku slaufunnar verður varið óskertu til endurnýjunar tækjabúnaðar til skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini.

Við viljum bjóða þér sérstaklega að vera með okkurí Bleika boðinu um kvöldið og njóta skemmtidagskrár,spennandi kynninga og veitinga. Verslanir opna kl. 10:00 og verða opnar til kl. 22:00.

Dagskrá góðgerðardagsins

Dagskráin hefst kl. 12:20 þegar forsetafrú Íslands, frú Eliza Reid, afhjúpar Bleiku slaufuna 2016.

Hönnuðir Bleiku slaufunnar, gullsmiðirnir Unnur Eirog Lovísa, kynna silfurslaufuhálsmenið við verslunina Meba á fyrstu hæð Kringlunnar. 

Tolli málar með börnum

Listamaðurinn Tolli leggur málefninu lið og verður með listasmiðja með börnum af leikskólanum Stakkaborg í göngugötunni frá kl.13:00.  Saman vinna þau  listaverk sem er tileinkað Bleiku slaufunni. Verkið verður til sölu og andvirði verksins rennur í söfnunina.

Bleika búðin

Í tilefni dagsins opnar  pop-up verslun í göngugötunni þar sem bleikar vörur af öllu tagi verða til sölu og allur ágóði rennur til Bleiku slaufunnar.

Síðdegisskemmtun fyrir börnin:

Kl. 17:00 Ævar vísindamaður
Kl. 17:30  Lalli töframaður

Veitingar í boði.

Bleika boðið kl. 20:00 - 22:00

Bleika slaufan býður upp á skemmtikvöld í Kringlunni þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá. Kynnir Bleika boðsins er Rikka.

Fjölmargir listamenn koma fram til stuðnings Bleiku slaufunni á sviði í göngugötu. Þau eru: Ari Eldjárn, Glowie, Þórunn Erna Clausen, Gréta Salóme, Kristjana Stefáns, Unnur Sara Eldjárn og Margrét Arnardóttir. Boðið verður upp á veitingar um allt hús. Fræðslukynning frá Krabbameinsfélaginu.

Velkomin í Kringluna og gefum saman!


Fleiri nýjar fréttir

15. ágú. 2019 : Aukaskoðun í Vestmannaeyjum 22. og 23. ágúst

Afar dræm þátttaka var í skimun fyrir brjóstakrabbameini í Vestmannaeyjum í vor og kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað í póstsendingu boðsbréfa sem ekki bárust öllum konum sem komið var að í skimun.

Lesa meira

12. ágú. 2019 : Opið fyrir umsóknir í vísindasjóð norrænu krabbameinssamtakanna

Vakin er athygli á því að opið er fyrir umsóknir í vísindasjóð NCU (Norrænu krabbameinssamtakanna). Umsóknarfrestur er til og með 2. september næstkomandi.

Lesa meira
Brjóstaskoðun á Leitarstöð

9. ágú. 2019 : Mikil eftirspurn eftir tímum í skimun

Aldrei hafa jafnmargar tímapantanir í skimun beðið starfsfólks Leitarstöðvarinnar að loknum sumarleyfum og nú. Um 800 tölvupóstar biðu afgreiðslu og er nú unnið að því að bæta við tímum til að anna eftirspurn. 

Lesa meira

29. júl. 2019 : Hleypur fyrir pabba og frænda ... af því hún getur það

Berglind Alda Ástþórsdóttir hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Berglind hefur sterka tengingu við krabbamein, en faðir hennar hefur síðustu tvö ár glímt við nýrnakrabbamein og 14 ára gamall frændi er með krabbamein í eitlum. 

Lesa meira
Arnar Pétursson og Berglind Alda Ástþórsdóttir

27. júl. 2019 : Þú þarft ekki að vera maraþonhlaupari til að minnka líkur á krabbameini

Krabbameinsfélagið hvetur landsmenn til reglulegrar hreyfingar, því í henni felst góð forvörn gegn krabbameinum. Félagið hvetur hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni til dáða með því að gefa bönd með slagorðinu „Ég hleyp af því ég get það.“

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?