Sigurlaug Gissurardóttir 28. sep. 2016

Bleika boðið á góðgerðardegi Kringlunnar "Af öllu hjarta"

14445994_10153680517462303_1212966414579166590_nGóðgerðardagur Kringlunnar "Af öllu hjarta" verður fimmtudaginn 29. september og er tileinkaður Bleiku slaufunni. Auk þess að gefa 5% af veltu dagsins til Bleiku slaufunnar, býður fjöldi verslana uppá glæsileg tilboð og verður Bleika slaufan til sölu í verslunum Kringlunnar.

Öllu söfnunarfé Bleiku slaufunnar verður varið óskertu til endurnýjunar tækjabúnaðar til skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini.

Við viljum bjóða þér sérstaklega að vera með okkurí Bleika boðinu um kvöldið og njóta skemmtidagskrár,spennandi kynninga og veitinga. Verslanir opna kl. 10:00 og verða opnar til kl. 22:00.

Dagskrá góðgerðardagsins

Dagskráin hefst kl. 12:20 þegar forsetafrú Íslands, frú Eliza Reid, afhjúpar Bleiku slaufuna 2016.

Hönnuðir Bleiku slaufunnar, gullsmiðirnir Unnur Eirog Lovísa, kynna silfurslaufuhálsmenið við verslunina Meba á fyrstu hæð Kringlunnar. 

Tolli málar með börnum

Listamaðurinn Tolli leggur málefninu lið og verður með listasmiðja með börnum af leikskólanum Stakkaborg í göngugötunni frá kl.13:00.  Saman vinna þau  listaverk sem er tileinkað Bleiku slaufunni. Verkið verður til sölu og andvirði verksins rennur í söfnunina.

Bleika búðin

Í tilefni dagsins opnar  pop-up verslun í göngugötunni þar sem bleikar vörur af öllu tagi verða til sölu og allur ágóði rennur til Bleiku slaufunnar.

Síðdegisskemmtun fyrir börnin:

Kl. 17:00 Ævar vísindamaður
Kl. 17:30  Lalli töframaður

Veitingar í boði.

Bleika boðið kl. 20:00 - 22:00

Bleika slaufan býður upp á skemmtikvöld í Kringlunni þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá. Kynnir Bleika boðsins er Rikka.

Fjölmargir listamenn koma fram til stuðnings Bleiku slaufunni á sviði í göngugötu. Þau eru: Ari Eldjárn, Glowie, Þórunn Erna Clausen, Gréta Salóme, Kristjana Stefáns, Unnur Sara Eldjárn og Margrét Arnardóttir. Boðið verður upp á veitingar um allt hús. Fræðslukynning frá Krabbameinsfélaginu.

Velkomin í Kringluna og gefum saman!


Fleiri nýjar fréttir

20. des. 2019 : Jóladagatal: Kjöt og krabbamein

Sagt er að þegar íslensku jólasveinarnir komi til byggða leiti þeir einna helst í eldhús og búr. Ketkrókur og Bjúgnakrækir næla sér í kjötbita á meðan Stúfur hirðir agnirnar sem hafa brunnið við pönnuna. En eru tengsl milli kjötneyslu og krabbameins?

Lesa meira

16. des. 2019 : Jóladagatal: Gómsætar fiskuppskriftir í aðdraganda jóla

Þar sem kjöt er ómissandi þáttur jólahalds hjá mörgum Íslendingum er upplagt síðustu vikurnar fyrir jól að borða vel af fiski og jurtafæði. Ríkuleg neysla af heilkornavörum, grænmeti, ávöxtum, baunum og linsubaunum dregur úr líkum á krabbameini. Lax í mangó eða pönnusteikt rauðspretta? Fáðu uppskriftirnar!

Lesa meira

13. des. 2019 : Jóladagatal: Hreyfum okkur í desember

Hreyfing minnkar líkur á krabbameini og flestir hafa gott af því að hreyfa sig meira og sitja minna. Þó jólasveinarnir séu miklir matarunnendur þá hreyfa þeir sig líka mikið, milli fjalla, sveita og bæja. Hér eru hugmyndir að hreyfingu sem hægt er að gera heima og í heimabyggð, sóttar í smiðju jólasveinanna.

Lesa meira
Hlaðvarp

12. des. 2019 : Nýtt: Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins

Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins hefur göngu sína í dag. Þættirnir verða sendir út vikulega og munu fjalla um ýmislegt sem tengist betri heilsu og líðan.

Lesa meira

12. des. 2019 : Jóladagatal: Mjólk og krabbamein

Eins og alþjóð veit eru íslensku jólasveinarnir aldir upp á tröllamjólk og bræðurnir Stekkjastaur, Giljagaur og Skyrgámur sérlega sólgnir í mjólk og mjólkurmat. En hver eru tengsl mjólkurneyslu við krabbamein?

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?