Sigurlaug Gissurardóttir 28. sep. 2016

Bleika boðið á góðgerðardegi Kringlunnar "Af öllu hjarta"

14445994_10153680517462303_1212966414579166590_nGóðgerðardagur Kringlunnar "Af öllu hjarta" verður fimmtudaginn 29. september og er tileinkaður Bleiku slaufunni. Auk þess að gefa 5% af veltu dagsins til Bleiku slaufunnar, býður fjöldi verslana uppá glæsileg tilboð og verður Bleika slaufan til sölu í verslunum Kringlunnar.

Öllu söfnunarfé Bleiku slaufunnar verður varið óskertu til endurnýjunar tækjabúnaðar til skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini.

Við viljum bjóða þér sérstaklega að vera með okkurí Bleika boðinu um kvöldið og njóta skemmtidagskrár,spennandi kynninga og veitinga. Verslanir opna kl. 10:00 og verða opnar til kl. 22:00.

Dagskrá góðgerðardagsins

Dagskráin hefst kl. 12:20 þegar forsetafrú Íslands, frú Eliza Reid, afhjúpar Bleiku slaufuna 2016.

Hönnuðir Bleiku slaufunnar, gullsmiðirnir Unnur Eirog Lovísa, kynna silfurslaufuhálsmenið við verslunina Meba á fyrstu hæð Kringlunnar. 

Tolli málar með börnum

Listamaðurinn Tolli leggur málefninu lið og verður með listasmiðja með börnum af leikskólanum Stakkaborg í göngugötunni frá kl.13:00.  Saman vinna þau  listaverk sem er tileinkað Bleiku slaufunni. Verkið verður til sölu og andvirði verksins rennur í söfnunina.

Bleika búðin

Í tilefni dagsins opnar  pop-up verslun í göngugötunni þar sem bleikar vörur af öllu tagi verða til sölu og allur ágóði rennur til Bleiku slaufunnar.

Síðdegisskemmtun fyrir börnin:

Kl. 17:00 Ævar vísindamaður
Kl. 17:30  Lalli töframaður

Veitingar í boði.

Bleika boðið kl. 20:00 - 22:00

Bleika slaufan býður upp á skemmtikvöld í Kringlunni þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá. Kynnir Bleika boðsins er Rikka.

Fjölmargir listamenn koma fram til stuðnings Bleiku slaufunni á sviði í göngugötu. Þau eru: Ari Eldjárn, Glowie, Þórunn Erna Clausen, Gréta Salóme, Kristjana Stefáns, Unnur Sara Eldjárn og Margrét Arnardóttir. Boðið verður upp á veitingar um allt hús. Fræðslukynning frá Krabbameinsfélaginu.

Velkomin í Kringluna og gefum saman!


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?