Sigurlaug Gissurardóttir 28. sep. 2016

Bleika boðið á góðgerðardegi Kringlunnar "Af öllu hjarta"

14445994_10153680517462303_1212966414579166590_nGóðgerðardagur Kringlunnar "Af öllu hjarta" verður fimmtudaginn 29. september og er tileinkaður Bleiku slaufunni. Auk þess að gefa 5% af veltu dagsins til Bleiku slaufunnar, býður fjöldi verslana uppá glæsileg tilboð og verður Bleika slaufan til sölu í verslunum Kringlunnar.

Öllu söfnunarfé Bleiku slaufunnar verður varið óskertu til endurnýjunar tækjabúnaðar til skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini.

Við viljum bjóða þér sérstaklega að vera með okkurí Bleika boðinu um kvöldið og njóta skemmtidagskrár,spennandi kynninga og veitinga. Verslanir opna kl. 10:00 og verða opnar til kl. 22:00.

Dagskrá góðgerðardagsins

Dagskráin hefst kl. 12:20 þegar forsetafrú Íslands, frú Eliza Reid, afhjúpar Bleiku slaufuna 2016.

Hönnuðir Bleiku slaufunnar, gullsmiðirnir Unnur Eirog Lovísa, kynna silfurslaufuhálsmenið við verslunina Meba á fyrstu hæð Kringlunnar. 

Tolli málar með börnum

Listamaðurinn Tolli leggur málefninu lið og verður með listasmiðja með börnum af leikskólanum Stakkaborg í göngugötunni frá kl.13:00.  Saman vinna þau  listaverk sem er tileinkað Bleiku slaufunni. Verkið verður til sölu og andvirði verksins rennur í söfnunina.

Bleika búðin

Í tilefni dagsins opnar  pop-up verslun í göngugötunni þar sem bleikar vörur af öllu tagi verða til sölu og allur ágóði rennur til Bleiku slaufunnar.

Síðdegisskemmtun fyrir börnin:

Kl. 17:00 Ævar vísindamaður
Kl. 17:30  Lalli töframaður

Veitingar í boði.

Bleika boðið kl. 20:00 - 22:00

Bleika slaufan býður upp á skemmtikvöld í Kringlunni þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá. Kynnir Bleika boðsins er Rikka.

Fjölmargir listamenn koma fram til stuðnings Bleiku slaufunni á sviði í göngugötu. Þau eru: Ari Eldjárn, Glowie, Þórunn Erna Clausen, Gréta Salóme, Kristjana Stefáns, Unnur Sara Eldjárn og Margrét Arnardóttir. Boðið verður upp á veitingar um allt hús. Fræðslukynning frá Krabbameinsfélaginu.

Velkomin í Kringluna og gefum saman!


Fleiri nýjar fréttir

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?