Ása Sigríður Þórisdóttir 30. apr. 2022 : Mikil stemmning og samhugur á Styrkleikum

Stemmningin einstök, gleði og þakklæti skín úr hverju andliti. Nú þegar fjórðungur er liðinn af tímanum hafa 7.250 hringir verið gengnir eða 1600 km.

Guðmundur Pálsson 28. apr. 2022 : Forstöðu­maður markaðs­mála og fjáröflunar Krabba­meins­félags­ins

Krabbameinsfélagið leitar að kraftmiklum og hugmyndaríkum einstaklingi til að leiða markaðsmál og fjáröflun félagsins. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 27. apr. 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Valgerður Sigurðardóttir

Valgerður Sigurðardóttir læknir fagnar 70 ára afmæli sínu í dag og óskum við henni innilega til hamingju með daginn. Valgerður hefur verið formaður Krabbameinsfélags Íslands frá árinu 2017 og á langa sögu með Krabbameinsfélaginu, bæði sem sjálfboðaliði og starfsmaður. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 27. apr. 2022 : Á Íslandi var fækkun krabbameinsgreininga í COVID-19 minni en á flestum hinna Norðurlandanna.

Í nýrri norrænni rannsókn var kannað hvort fækkun hefði orðið á greiningum krabbameina árið 2020 í tengslum við COVID-19 heimsfaraldurinn. Gerður var nákvæmur samanburður við árin á undan og milli Danmerkur, Finnlands, Færeyja, Íslands, Noregs og Svíþjóðar.

Ása Sigríður Þórisdóttir 25. apr. 2022 : Styrkleikarnir í fyrsta sinn á Íslandi

Styrkleikarnir eru fjölskylduviðburður sem snýst um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Leikarnir standa yfir í heilan sólarhring, sem er táknrænt fyrir að það fæst engin hvíld frá krabbameini.

Guðmundur Pálsson 20. apr. 2022 : „Manna­mál”: Nám­skeið sem þátt­takendur mæla hik­laust með

Vel heppnuðu námskeiði fyrir karla sem eru með krabbamein eða hafa fengið krabbameinsmeðferð er nýlokið. Tólf þátttakendur tóku þátt og var upplifun þeirra mjög jákvæð.

Ása Sigríður Þórisdóttir 14. apr. 2022 : Með þér, kæri Velunnari þá er svo margt sem okkur tekst að vinna

Um þessar mundir fögnum við því að Velunnurum félagsins fjölgar dag frá degi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Mánaðarlegur stuðningur þeirra 19.000 einstaklinga og fyrirtækja sem eru Velunnarar er einfaldlega forsenda góðra verka Krabbameinsfélagsins. Án Velunnara væri starfsemin harla fátækleg því þeir bera uppi starfsemi félagsins allt árið um kring, um allt land.

Ása Sigríður Þórisdóttir 13. apr. 2022 : Opnunartími um páska

Krabbameinfélagið verður lokað fimmtudaginn 14. apríl (skírdag), föstudaginn 15. apríl (föstudaginn langa) og mánudaginn 18. apríl (annan í páskum). Opið verður samkvæmt venju þriðjudaginn 19. apríl.

Guðmundur Pálsson 8. apr. 2022 : Stuðningur við fólk með krabba­mein í Úkraínu

Stjórn Krabbameinsfélags Íslands ákvað á fundi sínum þann 15. mars að styðja samstöðusjóð UICC (Union for International Cancer Control) með 1.500.000 kr. framlagi. Sjóðurinn var stofnaður til að styðja við krabbameinsfélög í Úkraínu og nágrannalöndum, sem vinna með krabbameinssjúklingum og fjölskyldum þeirra. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 6. apr. 2022 : Sigurvegarar í Mottukeppninni krýndir

Glæsimenni með falleg yfirvaraskegg komu í húsakynni Krabbameinsfélagsins á dögunum og tóku við verðlaunum fyrir góðan árangur í Mottukeppninni.

Ása Sigríður Þórisdóttir 5. apr. 2022 : Pólskumælandi félagsráðgjafi í ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins

Við erum afar glöð með að hafa fengið hana Ninu til liðs við okkur og getum nú boðið upp á ráðgjöf og stuðning á pólsku. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 2. apr. 2022 : Víti til varnaðar – áfram stelpur!

Takmörkuðum tilgangi þjónar að horfa sífellt í baksýnisspegilinn og ergja sig yfir hvernig staðið var að málum en engu að síður er nauðsynlegt að stjórnvöld læri af því sem misfórst. Skortur á undirbúningi verkefna má ekki koma niður á fólkinu í landinu eins og var raunin með skimanirnar, slíkt er einfaldlega of dýrkeypt. Það þarf ekki og má ekki endurtaka sig. Krabbameinsfélagið hvetur fólk eindregið til að nýta sér boð um skimun fyrir krabbameinum. Skimun getur skipt sköpum.


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?