Ása Sigríður Þórisdóttir 30. apr. 2020 : Breyting á opnunartíma Ráðgjafarþjónustunnar

Frá og með 4. maí er Ráðgjafarþjónustan opin alla virka daga kl.9-16, hægt er panta viðtal í síma 800 4040 eða á radgjof@krabb.is. Einnig er hægt að koma við án þess að gera boð á undan sér líkt og áður.

Ása Sigríður Þórisdóttir 26. apr. 2020 : Skimanir hefjast að nýju

Leitarstöðin opnar að nýju þann 4. maí eftir tímabundið hlé sem gert var á brjósta- og leghálsskimunum vegna Covid-19. Opnað hefur verið fyrir tímapantanir og hvetjum við allar konur sem hafa fengið boðsbréf til að bóka tíma. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 21. apr. 2020 : Almannaheillasamtök gegna mikilvægu hlutverki við að draga úr afleiðingum Covid-faraldursins

 Krabbameinsfélagið hefur reynt að bregðast við þessu ástandi, fyrir sína skjólstæðinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra, með ýmsum leiðum

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 20. apr. 2020 : Covid-19 og krabbamein – Verið vakandi fyrir einkennum

Starfsfólk heilsugæslunnar hér á landi, ásamt landlækni, hefur haft af því nokkrar áhyggjur að komum á heilsugæsluna hafi fækkað. Þaðan hafa komið skýrar leiðbeiningar um að fólk hiki ekki við að leita þangað eins og áður, vegna einkenna sem það kann að hafa.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 17. apr. 2020 : Aukin þjónusta Krabbameinsfélagsins á Austurlandi

Krabbameinsfélagið hefur ráðið Margréti Helgu Ívarsdóttur, lækni, til starfa á Austurlandi í samvinnu við aðildarfélög sín á svæðinu, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Fljótsdalshérað. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 16. apr. 2020 : Karlaklefinn samfélagsvefur ársins

Karlaklefinn er fræðsluverkefni á vegum Krabbameinsfélagsins unnið í samvinnu við Hugsmiðjuna. Þar eru viðkvæm viðfangsefni rædd án málalenginga, fjallað um krabbamein, forvarnir og leiðir til betri almennrar heilsu.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 15. apr. 2020 : Til hamingju Vigdís!

Vigdís Finnbogadóttir, verndari Krabbameinsfélagsins, er níræð í dag 15. apríl. Krabbameinsfélagið og aðildarfélög um allt land senda Vigdísi bjartar og hlýjar heillaóskir í tilefni dagsins.

Birna Þórisdóttir 7. apr. 2020 : Takk hjúkrunarfræðingar og ljósmæður

Á alþjóðaheilbrigðisdaginn þakkar Krabbameinsfélagið hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum fyrir þeirra mikilvæga framlag í baráttunni gegn krabbameinum. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 6. apr. 2020 : Blóðskimun til bjargar

Krabbameinsfélagið telur rannsóknir af þessu tagi skipta mjög miklu máli. Ef hægt er að greina forstig krabbameina eða meinin á byrjunarstigi aukast líkur á að koma megi í veg fyrir þau eða lækna þau.


Fleiri nýjar fréttir

20. sep. 2023 : Beint streymi: Málþing í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rannsókna

„Varðar mig eitthvað um krabba­meins­rann­sóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við”. Þannig hljómar titill málþings sem Krabba­meins­félagið býður til í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rann­sókna fimmtu­daginn 21. september kl. 16:30 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

5. sep. 2023 : „Ef ég held röddinni þá læt ég reyna á þetta“

Ljóðskáldið og rithöfundurinn Anton Helgi Jónsson stóð fyrir einstökum viðburði á Menningarnótt og safnaði um leið áheitum til styrktar Krabbameinsfélaginu. Viðburðurinn fékk heitið Ljóðamaraþon og gekk út á ljóðalestur undir berum himni í jafn langan tíma og sem nemur heimsmeti í maraþonhlaupi, eða í rúma tvo klukkutíma. Anton Helgi segir hér frá krabbameininu sem uppgötvaðist fyrir tilviljun, kirkjuskáldum og kráarskáldum og öðruvísi maraþonundirbúningi.

Lesa meira

5. sep. 2023 : Upplýsingafundur fyrir samstarfsaðila Bleiku slaufunnar

Vill þitt fyrirtæki vera samstarfsaðili Bleiku slaufunnar? Komdu á upplýsingafund sem haldinn verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins 8. september nk. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?