Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 17. apr. 2020

Aukin þjónusta Krabbameinsfélagsins á Austurlandi

Krabbameinsfélagið hefur ráðið Margréti Helgu Ívarsdóttur, lækni, til starfa á Austurlandi í samvinnu við aðildarfélög sín á svæðinu, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Fljótsdalshérað. 

Margrét Helga mun sinna ráðgjöf, forvarnar- og fræðslustarfi og stuðningi við fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess.

Ráðgjöf og stuðningur hefur lengi verið í boði hjá Krabbameinsfélaginu í Reykjavík en markmiðið er að bjóða upp á sambærilega þjónustu um allt land. Slík þjónusta er þegar í boði á Akureyri og að hluta til á Selfossi.

„Nú er komið að heimabyggð Austfirðinga því við vitum hve miklu það skiptir að geta fengið þjónustu án þess að þurfa að fara um langan veg. Krabbameinsmeðferð er í auknum mæli veitt fyrir austan og félaginu þykir eðlilegt að taka þátt í að styrkja umhverfi þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra á Austurlandi,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Í Bleiku slaufunni árið 2017 var lögð áhersla á ráðgjöf og stuðning um allt land en afrakstur söfnunarinnar það árið rann til ráðgjafarþjónustunar. Félagið reiðir sig alfarið á stuðning almennings og framlög Velunnara auk þess sem vegleg erfðagjöf frá íbúa á Austurlandi gerir félaginu þetta mögulegt.

„Þetta er auðvitað mikið fagnaðarefni og afar spennandi að geta boðið íbúum Austurlands upp á ráðgjöf og stuðning í sinni heimabyggð. Ég hlakka til að geta þróað starfið í samráði við íbúa, heilbrigðisstarfsfólk og félögin okkar á svæðinu og hvet fólk til að hafa samband með hugmyndir sem geta bætt þjónustuna,“​ segir Margrét Helga.

Í ljósi aðstæðna verður starfsemi takmörkuð til að byrja með, til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar samkvæmt ráðleggingum Almannavarna og einungis boðið upp á símaráðgjöf í síma 831-1655 milli kl. 9 og 16 en einnig er hægt að hafa samband í tölvupósti á austur@krabb.is


Fleiri nýjar fréttir

19. ágú. 2022 : Enn styrkist þekkingargrunnurinn sem undirstrikar mikilvægi forvarna gegn krabbameinum

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtust í Lancet tímaritinu í vikunni benda til þess að í næstum helmingi tilfella dauðsfalla af völdum krabbameina megi rekja orsök meinanna til áhættuþátta sem koma mætti í veg fyrir. Á meðal þessara áhættuþátta eru þeir þrír helstu tóbaksreykingar, áfengisneysla og of mikil líkamsþyngd.

Lesa meira
Gunnar Ármannsson hlaupari

18. ágú. 2022 : Heilsufarsávinningur fyrir þig og leið til að styðja góð málefni - það gerist varla betra!

Í gegnum áratugina hefur Reykjavíkurmaraþonið verið hvati margra til að fara að stunda regluleg hlaup og göngur sem er sannarlega frábært því að þeir sem stunda reglulega hreyfingu draga úr líkum á krabbameinum og fjölda annarra sjúkdóma.

Lesa meira

10. ágú. 2022 : Meðvera ný samskiptagátt bætir þjónustu við krabbameinssjúklinga

Krabbameinsfélagið er afar stolt af því að hafa átt þátt í að koma þessu þarfa verkefni á laggirnar. Það var brýnt að finna nýjar og nútímalegri leiðir til að tryggja og efla samskipti milli fagfólks og þeirra sem eru í krabbameinsmeðferð.

Lesa meira

9. ágú. 2022 : Embætti landlæknis og Krabbameinsfélagið endurnýja þjónustusamning um Krabbameinsskrá

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir það mikið ánægjuefni að gengið hafi verið frá áframhaldandi samkomulagi um rekstur skrárinnar sem hefur verið starfrækt hjá félaginu af mikilli fagmennsku í nærri 70 ár. Það er trú okkar að með því að hún sé hluti af Rannsókna- og skráningarsetri félagsins séu bæði gæði og hagnýting skrárinnar sem best tryggð“ segir Halla.

Lesa meira

12. júl. 2022 : Slökkviliðsstörf eru krabbameinsvaldandi

Alþjóðlega krabbameinsrannsóknarstofnunin (IARC), hefur breytt hættu­flokk­un starfs slökkviliðsmanna í staðfest krabba­meinsvald­andi varðandi krabbamein í fleiðru og krabbamein í þvagblöðru.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?