Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 17. apr. 2020

Aukin þjónusta Krabbameinsfélagsins á Austurlandi

Krabbameinsfélagið hefur ráðið Margréti Helgu Ívarsdóttur, lækni, til starfa á Austurlandi í samvinnu við aðildarfélög sín á svæðinu, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Fljótsdalshérað. 

Margrét Helga mun sinna ráðgjöf, forvarnar- og fræðslustarfi og stuðningi við fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess.

Ráðgjöf og stuðningur hefur lengi verið í boði hjá Krabbameinsfélaginu í Reykjavík en markmiðið er að bjóða upp á sambærilega þjónustu um allt land. Slík þjónusta er þegar í boði á Akureyri og að hluta til á Selfossi.

„Nú er komið að heimabyggð Austfirðinga því við vitum hve miklu það skiptir að geta fengið þjónustu án þess að þurfa að fara um langan veg. Krabbameinsmeðferð er í auknum mæli veitt fyrir austan og félaginu þykir eðlilegt að taka þátt í að styrkja umhverfi þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra á Austurlandi,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Í Bleiku slaufunni árið 2017 var lögð áhersla á ráðgjöf og stuðning um allt land en afrakstur söfnunarinnar það árið rann til ráðgjafarþjónustunar. Félagið reiðir sig alfarið á stuðning almennings og framlög Velunnara auk þess sem vegleg erfðagjöf frá íbúa á Austurlandi gerir félaginu þetta mögulegt.

„Þetta er auðvitað mikið fagnaðarefni og afar spennandi að geta boðið íbúum Austurlands upp á ráðgjöf og stuðning í sinni heimabyggð. Ég hlakka til að geta þróað starfið í samráði við íbúa, heilbrigðisstarfsfólk og félögin okkar á svæðinu og hvet fólk til að hafa samband með hugmyndir sem geta bætt þjónustuna,“​ segir Margrét Helga.

Í ljósi aðstæðna verður starfsemi takmörkuð til að byrja með, til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar samkvæmt ráðleggingum Almannavarna og einungis boðið upp á símaráðgjöf í síma 831-1655 milli kl. 9 og 16 en einnig er hægt að hafa samband í tölvupósti á austur@krabb.is


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?