Ása Sigríður Þórisdóttir 30. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir var fjáröflunar- og markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins, frá desember 2015 þar til nú í maí 2022.

Ása Sigríður Þórisdóttir 27. maí 2022 : Upptaka af málþingi um krabbameinsáætlun

Krabbameinsfélagið stóð fyrir málþingi 21. maí sem bar heitið „Krabbameinsáætlun - á áætlun?". Húsfylli var á málþinginu og fyrirlesarar voru sammála um mikilvægi áætlunarinnar varðandi allan árangur tengdan krabbameinum í framtíðinni.

Ása Sigríður Þórisdóttir 27. maí 2022 : Verkís styrkir Krabbameinsfélagið

Í tilefni 90 ára afmælis verkfræðistofunnar Verkís veitti stofan Krabbameinsfélagi Íslands – Styrkleikunum, veglegan styrk sem Egill Viðarsson, framkvæmdastjóri Verkís, Helgi Þór Helgason, formaður stjórnar Verkís og Susanne Freuler, varaformaður stjórnar Verkís, afhentu félaginu.

Ása Sigríður Þórisdóttir 25. maí 2022 : Evrópska krabba­meins­vikan: Þetta er krabba­meins­áætlunin þín!

Krabbameinsvika Samtaka evrópsku krabbameinsfélaganna (European week against cancer) stendur nú yfir. Þá er vakin athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er. Í ár er vakin athygli á því hlutverki sem hvert og eitt okkar hefur í því að stuðla að innleiðingu krabbameinsáætlunar Evrópusambandsins sem miðar að því að sigrast á krabbameini (Europe´s Beating Cancer Plan).

Ása Sigríður Þórisdóttir 25. maí 2022 : Samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélagsins veitt í fyrsta sinn

Viðurkenninguna hlutu þær Edda Sævarsdóttir, Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein og Erna Bjarnadóttir fyrir að stíga fram og skapa vettvang fyrir fólkið í landinu til að sýna í orði og verki að skimanir fyrir krabbameinum skipta máli.

Ása Sigríður Þórisdóttir 25. maí 2022 : Bjóðum Sigríði velkomna

Gengið hefur verið frá ráðningu Sigríðar Gunnarsdóttur í starf forstöðumanns Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins. Sigríður tekur við starfinu þann 1. október nk.

Guðmundur Pálsson 24. maí 2022 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins: Stuðn­ingur við marg­þætta starfsemi

Nú hafa verið sendir út miðar í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins. Í því fá karlar heimsenda miða. Vinningar eru að þessu sinni 268 talsins að verðmæti um 53,4 milljónir króna. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 24. maí 2022 : 70 andlit í 70 ár - Gunnlaugur Snædal

Gunnlaugur Snædal prófessor var formaður Krabbameinsfélags Íslands frá 1979 til 1988 en hafði þá verið í stjórninni í eitt ár. Hann var formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1966 til 1979.

Ása Sigríður Þórisdóttir 24. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Ólafur Bjarnason

Ólafur Bjarnason prófessor var formaður Krabbameinsfélags Íslands frá 1973 til 1979 en hafði verið í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1949 og í undirbúningsnefnd að stofnun þess félags. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 17. maí 2022 : 70 ár fyrir 70 andlit - Bjarni Bjarnason

Bjarni Bjarnason læknir var formaður Krabbameinsfélags Íslands frá 1966 til 1973 en hafði áður verið varaformaður þess síðan 1960. Hann var í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1951 og formaður frá 1960 til 1965. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 16. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Guðbjartur Hannesson

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn 4. febrúar 2011 var merkisdagur. Þá tilkynnti Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra á árunum 2011 til 2013, að hann hygðist láta vinna krabbameinsáætlun fyrir Ísland. Ákvörðunina tengdi hann 60 ára afmæli Krabbameinsfélagsins.

Ása Sigríður Þórisdóttir 12. maí 2022 : Bjóðum Hörpu velkomna

Við erum stolt af því að bjóða nýjan starfsmann, Hörpu Ásdísi félagsráðgjafa, til starfa í ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins. Harpa vann hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur í 9 ár, áður en hún færði sig yfir á Reykjalund þar sem hún starfaði síðastliðin 22 ár.

Síða 1 af 2

Fleiri nýjar fréttir

25. mar. 2023 : Svona nýtist þinn stuðningur

Krabbameinsfélaginu er ekkert óviðkomandi þegar kemur að krabbameinum. Starfsemi og þjónusta félagsins er fyrir alla en í Bleiku slaufunni í október er athyglinni beint að krabbameinum hjá konum og í Mottumars að krabbameinum hjá körlum með áherslu á forvarnir og fræðslu af ýmsu tagi.

Lesa meira

24. mar. 2023 : Einstakrar konu minnst

Í dag er kvödd frá Hallgrímskirkju Gunnhildur Óskarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og stofnandi samtakanna Göngum saman. Með Gunnhildi er gengin einstök kona sem skildi mikið eftir sig. Það er mikill sjónarsviptir að Gunnhildi víða í samfélaginu en mestur er auðvitað missir fjölskyldu Gunnhildar. Hjá Krabbameinsfélaginu er Gunnhildar minnst með mikilli hlýju og virðingu og aðstandendum Gunnhildar sendir félagið innilegar samúðarkveðjur.

Lesa meira

23. mar. 2023 : Margverðlaunuð motta

Viðtal við Jón Baldur Bogason, þátttakanda í Skeggkeppni Mottumars og stjórnarformann Skeggfjelags Reykjavíkur og nágrennis. Söfnunarsíðuna hans í Skeggkeppni Mottumars má nálgast hér.

Lesa meira

23. mar. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. 

Lesa meira

20. mar. 2023 : Örþing Krabba­meins­félags­ins föstu­daginn 31. mars

Í tilefni af Mottumars býður Krabbameinsfélagið til stutts málþings sem ber yfirskriftina „Ekki humma fram af þér heilsuna!”.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?