Ása Sigríður Þórisdóttir 30. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir var fjáröflunar- og markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins, frá desember 2015 þar til nú í maí 2022.

Ása Sigríður Þórisdóttir 27. maí 2022 : Upptaka af málþingi um krabbameinsáætlun

Krabbameinsfélagið stóð fyrir málþingi 21. maí sem bar heitið „Krabbameinsáætlun - á áætlun?". Húsfylli var á málþinginu og fyrirlesarar voru sammála um mikilvægi áætlunarinnar varðandi allan árangur tengdan krabbameinum í framtíðinni.

Ása Sigríður Þórisdóttir 27. maí 2022 : Verkís styrkir Krabbameinsfélagið

Í tilefni 90 ára afmælis verkfræðistofunnar Verkís veitti stofan Krabbameinsfélagi Íslands – Styrkleikunum, veglegan styrk sem Egill Viðarsson, framkvæmdastjóri Verkís, Helgi Þór Helgason, formaður stjórnar Verkís og Susanne Freuler, varaformaður stjórnar Verkís, afhentu félaginu.

Ása Sigríður Þórisdóttir 25. maí 2022 : Evrópska krabba­meins­vikan: Þetta er krabba­meins­áætlunin þín!

Krabbameinsvika Samtaka evrópsku krabbameinsfélaganna (European week against cancer) stendur nú yfir. Þá er vakin athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er. Í ár er vakin athygli á því hlutverki sem hvert og eitt okkar hefur í því að stuðla að innleiðingu krabbameinsáætlunar Evrópusambandsins sem miðar að því að sigrast á krabbameini (Europe´s Beating Cancer Plan).

Ása Sigríður Þórisdóttir 25. maí 2022 : Samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélagsins veitt í fyrsta sinn

Viðurkenninguna hlutu þær Edda Sævarsdóttir, Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein og Erna Bjarnadóttir fyrir að stíga fram og skapa vettvang fyrir fólkið í landinu til að sýna í orði og verki að skimanir fyrir krabbameinum skipta máli.

Ása Sigríður Þórisdóttir 25. maí 2022 : Bjóðum Sigríði velkomna

Gengið hefur verið frá ráðningu Sigríðar Gunnarsdóttur í starf forstöðumanns Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins. Sigríður tekur við starfinu þann 1. október nk.

Guðmundur Pálsson 24. maí 2022 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins: Stuðn­ingur við marg­þætta starfsemi

Nú hafa verið sendir út miðar í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins. Í því fá karlar heimsenda miða. Vinningar eru að þessu sinni 268 talsins að verðmæti um 53,4 milljónir króna. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 24. maí 2022 : 70 andlit í 70 ár - Gunnlaugur Snædal

Gunnlaugur Snædal prófessor var formaður Krabbameinsfélags Íslands frá 1979 til 1988 en hafði þá verið í stjórninni í eitt ár. Hann var formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1966 til 1979.

Ása Sigríður Þórisdóttir 24. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Ólafur Bjarnason

Ólafur Bjarnason prófessor var formaður Krabbameinsfélags Íslands frá 1973 til 1979 en hafði verið í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1949 og í undirbúningsnefnd að stofnun þess félags. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 17. maí 2022 : 70 ár fyrir 70 andlit - Bjarni Bjarnason

Bjarni Bjarnason læknir var formaður Krabbameinsfélags Íslands frá 1966 til 1973 en hafði áður verið varaformaður þess síðan 1960. Hann var í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1951 og formaður frá 1960 til 1965. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 16. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Guðbjartur Hannesson

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn 4. febrúar 2011 var merkisdagur. Þá tilkynnti Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra á árunum 2011 til 2013, að hann hygðist láta vinna krabbameinsáætlun fyrir Ísland. Ákvörðunina tengdi hann 60 ára afmæli Krabbameinsfélagsins.

Ása Sigríður Þórisdóttir 12. maí 2022 : Bjóðum Hörpu velkomna

Við erum stolt af því að bjóða nýjan starfsmann, Hörpu Ásdísi félagsráðgjafa, til starfa í ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins. Harpa vann hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur í 9 ár, áður en hún færði sig yfir á Reykjalund þar sem hún starfaði síðastliðin 22 ár.

Síða 1 af 2

Fleiri nýjar fréttir

20. sep. 2023 : Beint streymi: Málþing í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rannsókna

„Varðar mig eitthvað um krabba­meins­rann­sóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við”. Þannig hljómar titill málþings sem Krabba­meins­félagið býður til í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rann­sókna fimmtu­daginn 21. september kl. 16:30 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

5. sep. 2023 : „Ef ég held röddinni þá læt ég reyna á þetta“

Ljóðskáldið og rithöfundurinn Anton Helgi Jónsson stóð fyrir einstökum viðburði á Menningarnótt og safnaði um leið áheitum til styrktar Krabbameinsfélaginu. Viðburðurinn fékk heitið Ljóðamaraþon og gekk út á ljóðalestur undir berum himni í jafn langan tíma og sem nemur heimsmeti í maraþonhlaupi, eða í rúma tvo klukkutíma. Anton Helgi segir hér frá krabbameininu sem uppgötvaðist fyrir tilviljun, kirkjuskáldum og kráarskáldum og öðruvísi maraþonundirbúningi.

Lesa meira

5. sep. 2023 : Upplýsingafundur fyrir samstarfsaðila Bleiku slaufunnar

Vill þitt fyrirtæki vera samstarfsaðili Bleiku slaufunnar? Komdu á upplýsingafund sem haldinn verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins 8. september nk. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?