Guðmundur Pálsson 29. nóv. 2018 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins - stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Happdrættismiðar í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins hafa verið sendir út. Í jólahappdrættinu fá konur senda happdrættismiða. Vinningar eru 286 talsins að verðmæti um 47,7 milljónir króna og dregið verður þann 24. desember.

Birna Þórisdóttir 27. nóv. 2018 : Tengsl brjóstapúða við fágætt krabbamein

Umræða í fjölmiðlum í dag um hugsanleg tengsl brjóstapúða með hrjúfu yfirborði við fágætt eitilfrumukrabbamein, anaplastic lar­ge cell lymp­homa (ALCL), byggir ekki á nýjum rannsóknum. Á árunum 1989-2018 greindust 27 einstaklingar á Íslandi með ALCL, þar af einungis fjórar konur. Ekki er vitað hvort einhver kvennanna hafi verið með brjóstapúða.

Guðmundur Pálsson 21. nóv. 2018 : Hádegis­­fyrir­­lestur 21. nóvember: Jakobs­­vegur­inn - reynslu­­saga

Ragnheiður Guðmundsdóttir greindist með krabbamein en lét það ekki aftra sér frá því að ganga Jakobsveginn sér til endurhæfingar. Ragnheiður deilir reynslu sinni með okkur í dag í hádegisfyrirlestri á vegum Ráðgjafarþjónustu KÍ. Þeir sem ekki eiga heimangengt geta fylgst með á netinu.

Guðmundur Pálsson 20. nóv. 2018 : Rannsókn: Hefur þú greinst með krabba­mein? Hver er þín reynsla af greiningar­ferli, með­ferð og endur­hæfingu?

Krabbameinsfélag Íslands vinnur nú að undirbúningi rannsóknar meðal þeirra sem greinst hafa með krabbamein.

Guðmundur Pálsson 19. nóv. 2018 : HPV-mælingar á Íslandi: Styttri bið­tími og aukin hag­ræðing

Sýni eru ekki lengur send á Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi til greiningar heldur til sýkladeildar LSH þar sem nýjum tækjabúnaði hefur verið komið fyrir.

Jóhanna Eyrún Torfadóttir 15. nóv. 2018 : Tengsl líkamsþyngdar og krabbameina - Hvað er til ráða?

Ný rannsókn leiðir í ljós að hár líkamsþyngdarstuðull er staðfestur áhættuþáttur krabbameina í 12 líffærum. 

Birna Þórisdóttir 14. nóv. 2018 : Norrænu krabba­meins­samtökin styrkja vísinda­rannsóknir

Á fundi norrænu krabbameinssamtakanna (Nordic Cancer Union) í Kaupmannahöfn þann 24. október s.l. var úthlutað alls 750.000 evrum til 16 norrænna rannsóknaverkefna.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 12. nóv. 2018 : Anna Pálína hannar Mottumarssokkana 2019

Alls bárust um 50 tillögur um hönnun Mottumarssokkanna 2019. Dómnefnd hefur valið vinningstillöguna.

Guðmundur Pálsson 10. nóv. 2018 : Söfnun ábendinga um atriði í rannsókn um reynslu fólks af greiningar­ferli, meðferð og endur­hæfingu.

Hjá Krabbameinsfélagi Íslands er nú unnið að undirbúningi rannsóknar meðal þeirra sem greinst hafa með krabbamein.

Guðmundur Pálsson 9. nóv. 2018 : Hefur þú misst maka þinn?

Það hjálpar að hitta fólk í svipuðum aðstæðum - komdu og taktu þátt í stuðningshópastarfi þeirra sem misst hafa maka sinn.

Guðmundur Pálsson 7. nóv. 2018 : Almanna­heill 10 ára: Fag­mennska og trú­verðug­leiki félaga­samtaka

Á þessu ári halda Almannaheill - samtök þriðja geirans uppá 10 ára afmæli sitt. 

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 2. nóv. 2018 : Betri þjónusta við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra

Ráðgjafarþjónustan byggir nýja þjónustu á grunni samstarfsverkefnis við nemendur í Háskólanum í Reykjavík.


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?