Guðmundur Pálsson 29. nóv. 2018 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins - stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Happdrættismiðar í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins hafa verið sendir út. Í jólahappdrættinu fá konur senda happdrættismiða. Vinningar eru 286 talsins að verðmæti um 47,7 milljónir króna og dregið verður þann 24. desember.

Birna Þórisdóttir 27. nóv. 2018 : Tengsl brjóstapúða við fágætt krabbamein

Umræða í fjölmiðlum í dag um hugsanleg tengsl brjóstapúða með hrjúfu yfirborði við fágætt eitilfrumukrabbamein, anaplastic lar­ge cell lymp­homa (ALCL), byggir ekki á nýjum rannsóknum. Á árunum 1989-2018 greindust 27 einstaklingar á Íslandi með ALCL, þar af einungis fjórar konur. Ekki er vitað hvort einhver kvennanna hafi verið með brjóstapúða.

Guðmundur Pálsson 21. nóv. 2018 : Hádegis­­fyrir­­lestur 21. nóvember: Jakobs­­vegur­inn - reynslu­­saga

Ragnheiður Guðmundsdóttir greindist með krabbamein en lét það ekki aftra sér frá því að ganga Jakobsveginn sér til endurhæfingar. Ragnheiður deilir reynslu sinni með okkur í dag í hádegisfyrirlestri á vegum Ráðgjafarþjónustu KÍ. Þeir sem ekki eiga heimangengt geta fylgst með á netinu.

Guðmundur Pálsson 20. nóv. 2018 : Rannsókn: Hefur þú greinst með krabba­mein? Hver er þín reynsla af greiningar­ferli, með­ferð og endur­hæfingu?

Krabbameinsfélag Íslands vinnur nú að undirbúningi rannsóknar meðal þeirra sem greinst hafa með krabbamein.

Guðmundur Pálsson 19. nóv. 2018 : HPV-mælingar á Íslandi: Styttri bið­tími og aukin hag­ræðing

Sýni eru ekki lengur send á Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi til greiningar heldur til sýkladeildar LSH þar sem nýjum tækjabúnaði hefur verið komið fyrir.

Jóhanna Eyrún Torfadóttir 15. nóv. 2018 : Tengsl líkamsþyngdar og krabbameina - Hvað er til ráða?

Ný rannsókn leiðir í ljós að hár líkamsþyngdarstuðull er staðfestur áhættuþáttur krabbameina í 12 líffærum. 

Birna Þórisdóttir 14. nóv. 2018 : Norrænu krabba­meins­samtökin styrkja vísinda­rannsóknir

Á fundi norrænu krabbameinssamtakanna (Nordic Cancer Union) í Kaupmannahöfn þann 24. október s.l. var úthlutað alls 750.000 evrum til 16 norrænna rannsóknaverkefna.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 12. nóv. 2018 : Anna Pálína hannar Mottumarssokkana 2019

Alls bárust um 50 tillögur um hönnun Mottumarssokkanna 2019. Dómnefnd hefur valið vinningstillöguna.

Guðmundur Pálsson 10. nóv. 2018 : Söfnun ábendinga um atriði í rannsókn um reynslu fólks af greiningar­ferli, meðferð og endur­hæfingu.

Hjá Krabbameinsfélagi Íslands er nú unnið að undirbúningi rannsóknar meðal þeirra sem greinst hafa með krabbamein.

Guðmundur Pálsson 9. nóv. 2018 : Hefur þú misst maka þinn?

Það hjálpar að hitta fólk í svipuðum aðstæðum - komdu og taktu þátt í stuðningshópastarfi þeirra sem misst hafa maka sinn.

Guðmundur Pálsson 7. nóv. 2018 : Almanna­heill 10 ára: Fag­mennska og trú­verðug­leiki félaga­samtaka

Á þessu ári halda Almannaheill - samtök þriðja geirans uppá 10 ára afmæli sitt. 

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 2. nóv. 2018 : Betri þjónusta við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra

Ráðgjafarþjónustan byggir nýja þjónustu á grunni samstarfsverkefnis við nemendur í Háskólanum í Reykjavík.


Fleiri nýjar fréttir

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?