Birna Þórisdóttir 27. nóv. 2018

Tengsl brjóstapúða við fágætt krabbamein

  • © Krabbameinsfélagið

Umræða í fjölmiðlum í dag um hugsanleg tengsl brjóstapúða með hrjúfu yfirborði við fágætt eitilfrumukrabbamein, anaplastic lar­ge cell lymp­homa (ALCL), byggir ekki á nýjum rannsóknum. Á árunum 1989-2018 greindust 27 einstaklingar á Íslandi með ALCL, þar af einungis fjórar konur. Ekki er vitað hvort einhver kvennanna hafi verið með brjóstapúða.

Umræðuna má rekja til ársins 1997 og styrktist hún árið 2011 þegar yfirvöld, meðal annars í Bretlandi og Bandaríkjunum, lögðu áherslu á að bæði heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem fengi brjóstapúða væri meðvitað um hugsanleg tengsl við krabbameinið. Árið 2016 byrjaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að nota breast implant-associated anaplastic large cell lymphoma (BIA-ALCL) yfir eitilfrumukrabbamein sem gæti myndast vegna brjóstapúða.

ANSM, franska lyfjastofnunin, hyggst boða almenning, heilbrigðisstarfsfólk, rannsakendur og aðra hagsmunaaðila til fundar í byrjun febrúar 2019. Þar er ætlunin að fara yfir stöðu þekkingar á hugsanlegum tengslum brjóstapúða við ALCL og gefa álit á málinu. Þar til ályktun af fundinum liggur fyrir mælir ANSM með því að brjóstapúðar með slétt yfirborð séu notaðir. 

Erfitt er að meta tengsl milli brjóstapúða og ALCL vegna þess hve krabbameinið er fátítt og skráningum á notkun og tegundum brjóstapúða er ábótavant. Almennt eru um 85-90% allra brjóstapúða með hrjúft yfirborð. Krabbameinsfélagið hefur ekki getað fengið upplýsingar um hvaða tegund púða er mest notuð á Íslandi.

Félagið fylgist með rannsóknum og ályktunum um hugsanleg tengsl brjóstapúða og krabbameins. Það er í samræmi við hlutverk félagsins að vera í fylkingarbrjósti í baráttunni gegn krabbameinum. 

Hafi einhver spurningar eða áhyggjur af umræddu krabbameini, eða öðru er tengist krabbameinum almennt, er bent á að hafa samband við ráðgjafa á Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins í síma 800-4040 eða með tölvupósti á radgjof@krabb.is.


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?