Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 12. nóv. 2018

Anna Pálína hannar Mottumarssokkana 2019

  • Halla-Anna-Palina-og-Eva-Maria2-copy

Alls bárust um 50 tillögur um hönnun Mottumarssokkanna 2019. Dómnefnd hefur valið vinningstillöguna.

Tillaga Önnu Pálínu Baldursdóttur, nemanda á 2. ári í grafískri hönnun, varð hlutskörpust í samkeppninni. Sokkar með hennar hönnun verða því fjöldaframleiddir og seldir til styrktar Mottumars, fjáröflunarátaki félagsins í þágu karlmanna og krabbameina. 

Samkeppni um hönnun Mottumarssokkanna er samstarf Krabbameinsfélags Íslands og hönnunar- og arkítektúrdeildar Listaháskóla Íslands.

Dómnefnd var skipuð þeim Evu Maríu Árnadóttur, verkefnastjóra í hönnunar- og arkítektúrdeild LHÍ, Guðmundi Pálssyni, vefstjóra Krabbameinsfélagsins og Kolbrúnu Silju Ásgeirsdóttur, fjáröflunarstjóra félagsins. 

Domnefnd-copyMyndatexti: Dómnefnd að störfum.

„Í tillögunum birtist mikill metnaður, það er faglega unnið að þeim og það er greinilegt að nemendurnir í Listaháskólanum eru úrvalsnemendur sem hafa lagt mikið á sig við tillögugerðina ofan á námsálag hefðbundins skólastarfs,” segir Guðmundur Pálsson, fulltrúi KÍ í dómnefnd. 

Í 2. sæti samkeppninnar voru nemendur á fyrsta ári í arkitektúr, þau Helena Ósk Óskarsdóttir, Katrín Heiðar, Stefán Ari Björnsson og Svava Ragnarsdóttir - og í 3. sæti var Freyja Maria Cabrera, nemandi í grafískri hönnun. 

„Það er magnað hvað það eru margar og fallegar tillögur og það er húmor í mörgum þeirra,“ segir Eva María Árnadóttir, fulltrúi LHÍ í dómnefnd.

Engin peningaverðlaun eru í boði fyrir vinningstillöguna, en höfundur verður nafngreindur á umbúðum sokkanna.

„Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til nemendanna sem tóku þátt og við þökkum einnig frábæra samvinnu við Listaháskólann,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. „Við hlökkum til að kynna vinningssokkana þegar við hefjum Mottumars - það er mikil gleði í sokkunum, en við gefum ekki meira upp þangað til.“

Halla-Anna-Palina-og-Eva-Maria2-copy

Á myndinni eru Halla Þorvaldsdóttir, Anna Pálína Baldursdóttir og Eva María Árnadóttir.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?