Anna Margrét Björnsdóttir 30. mar. 2023 : Ný reiknivél veitir upplýsingar um áhættu­flokk blöðru­háls­kirtils­meina

Í dag birtist á vef Krabbameinsfélagsins í fyrsta sinn reiknivél sem einstaklingar sem greindir hafa verið með blöðruhálskirtilskrabbamein geta notað til að reikna áhættuflokk meinsins. Verkefnið er unnið í samvinnu Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins og þvagfæraskurðlækna Landspítalans.

Ása Sigríður Þórisdóttir 29. mar. 2023 : Mottumarsbragur á styttum bæjarins

Í laginu góða eftir Spilverk þjóðanna segir frá grey styttunum sem standa aleinar á stöllunum og sumar allsberar. Því hefur verið kippt í liðinn, því vel valdar styttur í miðbæ Reykjavíkur skarta nú borðunum úr Frestunarsamkeppni Mottumars og eru reiðubúnar fyrir Mottudaginn 31. mars næstkomandi.

Anna Margrét Björnsdóttir 27. mar. 2023 : Stuðningur í verki

Viðtal við hjónin Hildi Ýr Kristinsdóttur og Helga Rúnar Bragason, þátttakanda í Skeggkeppni Mottumars og heiðursfélaga Round Table Ísland. Söfnunarsíðu Helga Rúnars í Skeggkeppni Mottumars má nálgast hér.

Guðmundur Pálsson 27. mar. 2023 : Örþing Krabba­meins­félags­ins í tilefni Mottumars

Á Mottudeginum 31. mars stendur Krabbameinsfélagið fyrir málþingi sem ber yfirskriftina „Ekki humma fram af þér heilsuna!“ Hægt að horfa á upptöku af málþinginu hér.

Ása Sigríður Þórisdóttir 25. mar. 2023 : Svona nýtist þinn stuðningur

Krabbameinsfélaginu er ekkert óviðkomandi þegar kemur að krabbameinum. Starfsemi og þjónusta félagsins er fyrir alla en í Bleiku slaufunni í október er athyglinni beint að krabbameinum hjá konum og í Mottumars að krabbameinum hjá körlum með áherslu á forvarnir og fræðslu af ýmsu tagi.

Anna Margrét Björnsdóttir 25. mar. 2023 : Krabbameinsfélagið á ferð og flugi

Eitt af verkefnum Krabbameinsfélagsins er að sinna fræðslu og forvarnarstarfi, en vinnustöðum og fyrirtækjum stendur til boða að fá fræðsluerindi fyrir starfsmannahópa frá sérfræðingum félagsins. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 24. mar. 2023 : Einstakrar konu minnst

Í dag er kvödd frá Hallgrímskirkju Gunnhildur Óskarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og stofnandi samtakanna Göngum saman. Með Gunnhildi er gengin einstök kona sem skildi mikið eftir sig. Það er mikill sjónarsviptir að Gunnhildi víða í samfélaginu en mestur er auðvitað missir fjölskyldu Gunnhildar. Hjá Krabbameinsfélaginu er Gunnhildar minnst með mikilli hlýju og virðingu og aðstandendum Gunnhildar sendir félagið innilegar samúðarkveðjur.

Anna Margrét Björnsdóttir 23. mar. 2023 : Margverðlaunuð motta

Viðtal við Jón Baldur Bogason, þátttakanda í Skeggkeppni Mottumars og stjórnarformann Skeggfjelags Reykjavíkur og nágrennis. Söfnunarsíðuna hans í Skeggkeppni Mottumars má nálgast hér.

Anna Margrét Björnsdóttir 23. mar. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. 

Anna Margrét Björnsdóttir 10. mar. 2023 : Gekk frá pöntun klukkan 00:06

Salan á Mottumarssokkunum hófst á miðnætti 9. mars. Segja má að Jakub Harasimczuk hafi verið í startholunum því hann gekk frá sinni pöntun sex mínútum síðar og er því handhafi fyrsta sokkaparsins sem selt er til styrktar Mottumars. Hann er í góðum félagsskap, en forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, klæddist sokkunum fyrstur allra einungis hálfum degi fyrr. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 9. mar. 2023 : Upp með sokkana í Mottumars

Yfirskrift átaksins í ár er „Ekki humma fram af þér heilsuna“ og vísar til þess að nýleg rannsókn Krabbameinsfélagsins sýndi fram á að karlmenn sem greindust með krabbamein eftir að hafa fundið fyrir einkennum biðu margir í langan tíma með að leita til læknis. Hátt í helmingur þeirra beið í þrjá mánuði eða lengur og um þriðjungur af þeim hópi beið í meira en ár.

Anna Margrét Björnsdóttir 9. mar. 2023 : Ekki humma fram af þér heilsuna

Mottumars er hafinn, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins. Yfirskrift átaksins í ár hvetur karlmenn til að bíða ekki of lengi með að leita til læknis ef einkenna verður vart. Því fyrr sem krabbamein greinast, því betri eru batahorfurnar.

Síða 1 af 2

Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?