Anna Margrét Björnsdóttir 10. mar. 2023

Gekk frá pöntun klukkan 00:06

Salan á Mottumarssokkunum hófst á miðnætti 9. mars. Segja má að Jakub Harasimczuk hafi verið í startholunum því hann gekk frá sinni pöntun sex mínútum síðar og er því handhafi fyrsta sokkaparsins sem selt er til styrktar Mottumars. Hann er í góðum félagsskap, en forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, klæddist sokkunum fyrstur allra einungis hálfum degi fyrr. 

Vefstjóri Krabbameinsfélagsins, Guðmundur Pálsson, var á vaktinni þegar sokkarnir fóru í almenna sölu í vefverslun á miðnætti 9. mars og varð því vitni að því þegar fyrsta pöntunin fór í gegn. „Mér datt strax í hug hvort við gætum hreinlega hitt fyrsta kaupandann og sagt honum í eigin persónu hversu mikilvægur stuðningurinn er fyrir Krabbameinsfélagið,“ segir Guðmundur.

Í ljós kom að Jakub er ekki að styrkja Mottumars í fyrsta sinn, heldur hefur hann verið dyggur stuðningsaðili undanfarin ár. Hann bætir líka um betur með því að vera Velunnari, einn af mánaðarlegum styrktaraðilum Krabbameinsfélagsins. Hann brást vel við fyrirspurninni og var kominn til okkar á örskotsstundu, enda staddur í Háskóla Reykjavíkur, þar sem hann er að læra byggingartæknifræði.

Jakub styrkir félagið bæði vegna þeirra sem hann þekkir til sem hafa greinst með krabbamein, en ekki síður vegna þess að „maður veit aldrei hvað getur gerst í lífinu.“ Jakub var leystur út með þakklætisvotti og hjartans þökkum frá Krabbameinsfélaginu. Takk, Jakub! 


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?