Anna Margrét Björnsdóttir 30. mar. 2023

Ný reiknivél veitir upplýsingar um áhættu­flokk blöðru­háls­kirtils­meina

Í dag birtist á vef Krabbameinsfélagsins í fyrsta sinn reiknivél sem einstaklingar sem greindir hafa verið með blöðruhálskirtilskrabbamein geta notað til að reikna áhættuflokk meinsins. Verkefnið er unnið í samvinnu Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins og þvagfæraskurðlækna Landspítalans.

Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbameinið hjá körlum á Íslandi. Mikill breytileiki er á því hversu hratt æxli í blöðruhálskirtlinum vaxa, stundum getur krabbameinið vaxið hratt og dreift sér til annarra líffæra en algengara er að meinið vaxi hægt. Horfur sjúklings með krabbamein í blöðruhálskirtli eru háðar útbreiðslu krabbameinsins.

Blöðruhálskirtilskrabbameinum er skipt í áhættuflokka þar sem hver áhættuflokkur hefur mismunandi horfur. Áhættuflokkarnir eru ákvarðaðir út frá útbreiðslu æxlis, Gleason-stigi og PSA-gildi í blóðprufu. Meðferð við sjúkdómnum er svo ákveðin út frá áhættuflokk og heilsufari sjúklings.

Virkir þátttakendur í sinni meðferð

Því betri upplýsingum sem sjúklingar hafa aðgang að, þeim mun betri möguleika hafa þeir á að taka meðvitaðar ákvarðanir og vera virkir þátttakendur í sinni meðferð. Sjúklingar fá ekki allir upplýsingar um hvaða áhættuflokki þeir tilheyra, en flestir fá upplýsingar um útbreiðslu æxlis (stigun), PSA-gildi og Gleason-stig.

Með því setja þessar upplýsingar inn í nýju reiknivélina geta þeir séð hvaða áhættuflokki þeirra mein tilheyrir. Þegar áhættuflokkur hefur verið reiknaður er hægt að velja viðeigandi áhættuflokk á stiku til vinstri (Alvarleiki sjúkdóms) og skoða upplýsingar um til dæmis fyrstu meðferð og eftirfylgd viðkomandi áhættuflokks.

Reiknivélina má nálgast á heimasíðu Krabbameinsfélagsins , en þar er einnig að finna ýmsa tölfræði um greiningu, meðferð og eftirfylgd blöðruhálskirtilskrabbameins sem unnin er út frá upplýsingum frá gæðaskrá blöðruhálskirtilskrabbameins.

Hvað er PSA-gildi?

PSA (prostate-specific antigen) er mótefnavaki sem blöðruhálskirtillinn gefur frá sér. Hátt PSA-gildi getur gefið til kynna að krabbamein sé í blöðruhálskirtlinum. Hins vegar geta karlar með lágt PSA-gildi haft blöðruhálskirtilskrabbamein og PSA getur hækkað við aðra sjúkdóma eins og bólgur eða góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli og þess vegna er ekki hægt að styðjast eingöngu við PSA-gildi við greiningu á blöðruhálskirtilskrabbameini.

Hvað er Gleason-stig?

Ef skoðun eða PSA-próf bendir til sjúkdómsins ráðleggur læknir sýnatöku. Mörg lítil sýni eru tekin frá kirtlinum sem meinafræðingur skoðar undir smásjá og gefur æxlinu svokallað Gleason-stig sem er á bilinu 2 til 10. Lágt Gleason-stig þýðir að krabbameinsfrumurnar líkjast eðlilegum blöðruhálskirtilsfrumum og þá er æxlið ólíklegra til að dreifa sér til annarra líffæra. Hátt Gleason-stig þýðir að krabbameinsfrumurnar eru mjög ólíkar eðlilegum frumum og líklegri til að dreifa sér.


Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?