Anna Margrét Björnsdóttir 25. mar. 2023

Krabbameinsfélagið á ferð og flugi

Eitt af verkefnum Krabbameinsfélagsins er að sinna fræðslu og forvarnarstarfi, en vinnustöðum og fyrirtækjum stendur til boða að fá fræðsluerindi fyrir starfsmannahópa frá sérfræðingum félagsins. 

Eftirspurnin er mikil í tengslum við árlegu átaksverkefnin og upp á síðkastið hafa sérfræðingar í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu flutt vel á annan tug erinda um forvarnir gegn krabbameinum og forvarnargildi heilsbrigðs lífstíls. Áhersla erindanna í þessum Mottumars er einnig að hvetja fólk, einkum karlmenn, til að þekkja einkenni krabbameina og leita sér læknishjálpar ef þeirra verður vart.

Á þessum fræðsluviðburðum gefst starfsfólki kostur á að spyrja sérfræðinga okkar beint og fá svör við því sem vakir fyrir því. Við fáum um leið upplýsingar um það sem brennur helst á fólki í tengslum við málaflokkinn, en það nýtist okkur jafnframt við að móta starfið hjá okkur. Saman fækkum við nýjum tilfellum krabbameina og dauðsföllum og bætum lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein.

Hafðu samband með því að senda tölvupóst á krabb@krabb.is ef þitt fyrirtæki hefur áhuga á að bóka fyrirlestur.


Fleiri nýjar fréttir

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?