Ása Sigríður Þórisdóttir 30. sep. 2022 : Bleika slaufan – SÝNUM LIT

Árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, undir slagorðinu „SÝNUM LIT“ hefst í dag. Bleika slaufan er tileinkuð baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Ása Sigríður Þórisdóttir 28. sep. 2022 : Bleika slaufan 2022

Bleika slaufan í ár er hönnuð af Helgu Friðriksdóttur og Orra Finnbogasyni hjá Orrifinn Skartgripum. Þau bera mikla virðingu fyrir þessu verkefni og finnst mikill heiður að vera treyst fyrir hönnun slaufunnar. Slaufan er fléttuð úr þráðum, hver þráður gæti táknað hvert og eitt okkar og hvernig við leggjum málstaðnum lið. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 21. sep. 2022 : Rannsókn á krabbameinum í Reykjanesbæ: Eru tengsl við starfsemi varnarliðsins og lífsstíl?

Íbúar á Suðurnesjum hafa lengi haft áhyggjur af mengun í tengslum við herstöðina og að hún geti hafa valdið aukinni tíðni krabbameina. Rannsókn Krabbameinsfélagsins beindist að mengun í vatnsbólum og sýnir að mjög fá krabbamein á tímabilinu 1955 - 2010 skýrast af slíkri mengun. En talsverður fjöldi krabbameina reyndist tengjast lifnaðarháttum og voru slík mein marktækt fleiri en annars staðar á landinu.

Ása Sigríður Þórisdóttir 16. sep. 2022 : Tryggðu þér miða á Opnunarviðburð Bleiku slaufunnar

Það styttist mjög í Bleikan október og undirbúningurinn í fullum gangi. Opnunarviðburður Bleiku slaufunnar er kominn í sölu. Bleikaslaufan.is er að gera sig klára til að taka vel á móti ykkur, Bleika slaufan sem í ár er hönnuð af Orrifinn Skartgripir er komin í hús og toppar sig enn á ný og er geggjuð!

Ása Sigríður Þórisdóttir 16. sep. 2022 : Bleika slaufan er komin í hús!

Það er óhætt að segja að mikil eftirvænting hafi ríkt í húsnæði Krabbameinsfélagsins í blíðunni í gær þegar við fengum símtal um að Bleika slaufan væri komin til landsins og væri væntanleg í hús kl.15:00. Það er alltaf stór stund þegar við tökum á móti Bleiku slaufunum.

Ása Sigríður Þórisdóttir 15. sep. 2022 : Málþing í tilefni Alþjóðadags krabbameinsrannsókna

Krabbameinsfélagið og Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ) standa fyrir málþingi tileinkað Vigdísi Finnbogadóttur, verndara Krabbameinsfélagsins, miðvikudaginn 21. september kl. 17:30-20:00 í Veröld – húsi Vigdísar. Léttar veitingar í boði frá kl. 17:00.

Ása Sigríður Þórisdóttir 15. sep. 2022 : Meðferðarkjarninn rís - vandi krabbameinsdeildar er óleystur

Krabbameinsfélagið heldur áfram að vekja athygli á þessu mikilvæga málið þangað til það verður leyst! 

Ása Sigríður Þórisdóttir 2. sep. 2022 : Kynningarfundur: Vertu samstarfsaðili Bleiku slaufunnar

Vill þitt fyrirtæki vera samstarfsaðili Bleiku slaufunnar? Komdu á kynningarfund sem haldinn verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins 7. september nk. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 2. sep. 2022 : Sorgarleyfi, næsta skref – áskorun til félags- og vinnumarkaðsráðherra

Krabbameinsfélagið skorar á félags- og vinnumálaráðherra og alla þingmenn að víkka út lög um sorgarleyfi þannig að þau nái einnig til foreldra barna sem ýmist hafa misst foreldri skyndilega eða eftir langvinn veikindi, með það sérstaklega fyrir augum að auðvelda þeim að styðja við börn sín í erfiðum aðstæðum. 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?