Guðmundur Pálsson 27. des. 2022 : Jóla­happ­drættið: Vinnings­tölurnar komnar í loftið!

Dregið hefur verið í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. Happdrættið hefur verið mikilvæg tekjulind félagsins um áratugaskeið og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun. Takk fyrir stuðninginn!

Ása Sigríður Þórisdóttir 22. des. 2022 : Litrík og jólalegt á borðið þitt

Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana ehf. efndi til skemmtilegs jólaleiks á aðventunni. Þar var óskað eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið, matar- eða veislubakkann. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 21. des. 2022 : Opnunartími yfir jól og áramót

Starfsemi Krabbameinsfélagsins verður að mestu hefðbundin yfir hátíðirnar. Vekjum sérstaka athygli á að afgreiðsla vefverslunar og jólahappdrættis verður opin á aðfangadag frá kl. 09:00 til kl. 12:00.

Ása Sigríður Þórisdóttir 16. des. 2022 : Hagnýt ráð fyrir jólin

Fyrir flesta eru jólin gleðilegur tími sem við eyðum með fjölskyldu og vinum. Jólin geta hins vegar verið erfiður tími fyrir fjölskyldur sem eru að takast á við krabbamein og aukaverkanir meðferðar.

Guðmundur Pálsson 16. des. 2022 : Hreyfum okkur!

Í ár efnir Frjálsíþróttadeild ÍR til samstarfs við Krabbameinsfélagið með Gamlárshlaup ÍR. Þátttakendur í Gamlárshlaup ÍR geta hlaupið til styrktar góðu málefni auk þess sem almenningi gefst kostur á að heita á hlaupara og leggja þannig baráttunni gegn krabbameinum lið.

Ása Sigríður Þórisdóttir 16. des. 2022 : Sparislaufan sló öll met og seldist upp á mettíma

Helga og Orri hjá Orrifinn skartgripum afhentu Krabbameinsfélaginu 6,3 milljónir króna sem söfnuðust með sölu á Sparislaufunni.

Ása Sigríður Þórisdóttir 14. des. 2022 : Mikill áhugi á hollari kosti

Yfir 30 manns mættu á námskeiðið næringarríkt nammi. Þátttakendur komu til okkar í Skógarhlíðina og fengu stutta fræðslu, sýnikennslu og að smakka gómsætt næringarríkt nammi. Námskeiðið var ókeypis og öllum opið.

Ása Sigríður Þórisdóttir 8. des. 2022 : Jólamolar Krabbameinsfélagsins

Njótum aðventunnar og jólanna, höfum það notalegt og hlúum að okkur. Hér finnur þú slökun og hugleiðslu, gagnleg og góð ráð um hvernig hægt er að njóta jólakræsinganna á skynsaman máta og hvatningu til að búa til jólahreyfihefðir með fjölskyldu og vinum.

Ása Sigríður Þórisdóttir 7. des. 2022 : Jólastemmingin réði ríkjum

Óhætt er að segja að jólastemming og gleði hafi ráðið ríkjum í Skógarhlíðinni þegar rúmlega 50 konur komu á jólakransanámskeið Krabbameinsfélagsins, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Ása Sigríður Þórisdóttir 6. des. 2022 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Settu grænmeti, ávexti og ber í jólabúning á aðventunni. Finndu sniðuga útfærslu á því hvernig bera megi fram grænmeti og/eða ávexti og ber á jólalegan og nýstárlegan hátt. Gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Ása Sigríður Þórisdóttir 5. des. 2022 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag, á alþjóðlegum degi sjálfboðaliða, vill Krabbameinsfélagið þakka öllum þeim sem lagt hafa málefnum félagsins lið með því að gefa tíma sinn og orku. Á myndinni sjáum við hluta þeirra starfsmanna Íslandsbanka sem veittu félaginu ómetanlega aðstoð í Bleiku slaufunni í ár. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 2. des. 2022 : Nýju Notendaráði ætlað að vísa veginn

Yfir 150 manns hafa skráð sig í nýtt Notendaráð Krabbameinsfélagsins á innan við sólarhring. Við erum afar þakklát yfir móttökunum og félagið bindur miklar vonir við ráðið og væntir þess að fá mikilvægar upplýsingar frá þeim sem reynsluna hafa. Með þátttöku gefst fólki tækifæri til að nýta sína reynslu öðrum til góða.

Síða 1 af 11

Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?