Guðmundur Pálsson 27. des. 2022 : Jóla­happ­drættið: Vinnings­tölurnar komnar í loftið!

Dregið hefur verið í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. Happdrættið hefur verið mikilvæg tekjulind félagsins um áratugaskeið og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun. Takk fyrir stuðninginn!

Ása Sigríður Þórisdóttir 22. des. 2022 : Litrík og jólalegt á borðið þitt

Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana ehf. efndi til skemmtilegs jólaleiks á aðventunni. Þar var óskað eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið, matar- eða veislubakkann. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 21. des. 2022 : Opnunartími yfir jól og áramót

Starfsemi Krabbameinsfélagsins verður að mestu hefðbundin yfir hátíðirnar. Vekjum sérstaka athygli á að afgreiðsla vefverslunar og jólahappdrættis verður opin á aðfangadag frá kl. 09:00 til kl. 12:00.

Ása Sigríður Þórisdóttir 16. des. 2022 : Hagnýt ráð fyrir jólin

Fyrir flesta eru jólin gleðilegur tími sem við eyðum með fjölskyldu og vinum. Jólin geta hins vegar verið erfiður tími fyrir fjölskyldur sem eru að takast á við krabbamein og aukaverkanir meðferðar.

Guðmundur Pálsson 16. des. 2022 : Hreyfum okkur!

Í ár efnir Frjálsíþróttadeild ÍR til samstarfs við Krabbameinsfélagið með Gamlárshlaup ÍR. Þátttakendur í Gamlárshlaup ÍR geta hlaupið til styrktar góðu málefni auk þess sem almenningi gefst kostur á að heita á hlaupara og leggja þannig baráttunni gegn krabbameinum lið.

Ása Sigríður Þórisdóttir 16. des. 2022 : Sparislaufan sló öll met og seldist upp á mettíma

Helga og Orri hjá Orrifinn skartgripum afhentu Krabbameinsfélaginu 6,3 milljónir króna sem söfnuðust með sölu á Sparislaufunni.

Ása Sigríður Þórisdóttir 14. des. 2022 : Mikill áhugi á hollari kosti

Yfir 30 manns mættu á námskeiðið næringarríkt nammi. Þátttakendur komu til okkar í Skógarhlíðina og fengu stutta fræðslu, sýnikennslu og að smakka gómsætt næringarríkt nammi. Námskeiðið var ókeypis og öllum opið.

Ása Sigríður Þórisdóttir 8. des. 2022 : Jólamolar Krabbameinsfélagsins

Njótum aðventunnar og jólanna, höfum það notalegt og hlúum að okkur. Hér finnur þú slökun og hugleiðslu, gagnleg og góð ráð um hvernig hægt er að njóta jólakræsinganna á skynsaman máta og hvatningu til að búa til jólahreyfihefðir með fjölskyldu og vinum.

Ása Sigríður Þórisdóttir 7. des. 2022 : Jólastemmingin réði ríkjum

Óhætt er að segja að jólastemming og gleði hafi ráðið ríkjum í Skógarhlíðinni þegar rúmlega 50 konur komu á jólakransanámskeið Krabbameinsfélagsins, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Ása Sigríður Þórisdóttir 6. des. 2022 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Settu grænmeti, ávexti og ber í jólabúning á aðventunni. Finndu sniðuga útfærslu á því hvernig bera megi fram grænmeti og/eða ávexti og ber á jólalegan og nýstárlegan hátt. Gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Ása Sigríður Þórisdóttir 5. des. 2022 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag, á alþjóðlegum degi sjálfboðaliða, vill Krabbameinsfélagið þakka öllum þeim sem lagt hafa málefnum félagsins lið með því að gefa tíma sinn og orku. Á myndinni sjáum við hluta þeirra starfsmanna Íslandsbanka sem veittu félaginu ómetanlega aðstoð í Bleiku slaufunni í ár. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 2. des. 2022 : Nýju Notendaráði ætlað að vísa veginn

Yfir 150 manns hafa skráð sig í nýtt Notendaráð Krabbameinsfélagsins á innan við sólarhring. Við erum afar þakklát yfir móttökunum og félagið bindur miklar vonir við ráðið og væntir þess að fá mikilvægar upplýsingar frá þeim sem reynsluna hafa. Með þátttöku gefst fólki tækifæri til að nýta sína reynslu öðrum til góða.

Síða 1 af 11

Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?