Ása Sigríður Þórisdóttir 2. des. 2022

Nýju Notendaráði ætlað að vísa veginn

Yfir 150 manns hafa skráð sig í nýtt Notendaráð Krabbameinsfélagsins á innan við sólarhring. Við erum afar þakklát yfir móttökunum og félagið bindur miklar vonir við ráðið og væntir þess að fá mikilvægar upplýsingar frá þeim sem reynsluna hafa. Með þátttöku gefst fólki tækifæri til að nýta sína reynslu öðrum til góða.

Eitt af hlutverkum Krabbameinsfélagsins er að gæta hagsmuna þeirra sem veikjast af krabbameinum og aðstandenda þeirra. Í þeirri hagsmunagæslu er afar mikilvægt að miðla reynslu þeirra sem hafa fengið krabbamein og aðstandenda og tryggja að sýn og rödd þeirra heyrist. Til að geta sinnt þessu hlutverki enn betur hefur félagið nú sett á stofn Notendaráð Krabbameinsfélagsins. Með þátttöku í því gefst fólki gott tækifæri til að nýta sína reynslu öðrum til góða.

Í Notendaráðinu er fólk sem hefur fengið krabbamein, aðstandendur og fólk sem hefur misst ástvin úr krabbameinum. Þátttakan felst í að svara spurningum nokkrum sinnum á ári um ýmis mál sem tengjast krabbameinum. Þátttakendur svara út frá sinni eigin reynslu, hún er það eina sem skiptir máli í þessu samhengi. Svörin eru ópersónugreinanleg.

„Við hjá Krabbameinsfélagsinu bindum miklar vonir við Notendaráðið og væntum þess að þar fái félagið mikilvægar upplýsingar frá þeim sem reynsluna hafa. Félagið mun gera allt sem það getur til að hún nýtist sem best. Í Danmörku hefur Notendaráðið orðið að miklu gagni segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.“

Spurningar til Notendaráðsins geta verið af fjölbreyttu tagi en eru allar til þess að varpa betra ljósi á stöðu mála og vinna að úrbótum. Sem dæmi má nefna spurningar um aðbúnað, kostnað og biðtíma.

Frekari upplýsingar um Notendaráðið er að finna á www.krabb.is/notendarad og þar skráir fólk sig einnig til þátttöku. Krabbameinsfélagið hvetur fólk eindregið til að skrá sig í ráðið og hlakkar til samstarfsins. 


Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?