Ása Sigríður Þórisdóttir 2. des. 2022

Nýju Notendaráði ætlað að vísa veginn

Yfir 150 manns hafa skráð sig í nýtt Notendaráð Krabbameinsfélagsins á innan við sólarhring. Við erum afar þakklát yfir móttökunum og félagið bindur miklar vonir við ráðið og væntir þess að fá mikilvægar upplýsingar frá þeim sem reynsluna hafa. Með þátttöku gefst fólki tækifæri til að nýta sína reynslu öðrum til góða.

Eitt af hlutverkum Krabbameinsfélagsins er að gæta hagsmuna þeirra sem veikjast af krabbameinum og aðstandenda þeirra. Í þeirri hagsmunagæslu er afar mikilvægt að miðla reynslu þeirra sem hafa fengið krabbamein og aðstandenda og tryggja að sýn og rödd þeirra heyrist. Til að geta sinnt þessu hlutverki enn betur hefur félagið nú sett á stofn Notendaráð Krabbameinsfélagsins. Með þátttöku í því gefst fólki gott tækifæri til að nýta sína reynslu öðrum til góða.

Í Notendaráðinu er fólk sem hefur fengið krabbamein, aðstandendur og fólk sem hefur misst ástvin úr krabbameinum. Þátttakan felst í að svara spurningum nokkrum sinnum á ári um ýmis mál sem tengjast krabbameinum. Þátttakendur svara út frá sinni eigin reynslu, hún er það eina sem skiptir máli í þessu samhengi. Svörin eru ópersónugreinanleg.

„Við hjá Krabbameinsfélagsinu bindum miklar vonir við Notendaráðið og væntum þess að þar fái félagið mikilvægar upplýsingar frá þeim sem reynsluna hafa. Félagið mun gera allt sem það getur til að hún nýtist sem best. Í Danmörku hefur Notendaráðið orðið að miklu gagni segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.“

Spurningar til Notendaráðsins geta verið af fjölbreyttu tagi en eru allar til þess að varpa betra ljósi á stöðu mála og vinna að úrbótum. Sem dæmi má nefna spurningar um aðbúnað, kostnað og biðtíma.

Frekari upplýsingar um Notendaráðið er að finna á www.krabb.is/notendarad og þar skráir fólk sig einnig til þátttöku. Krabbameinsfélagið hvetur fólk eindregið til að skrá sig í ráðið og hlakkar til samstarfsins. 


Fleiri nýjar fréttir

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?