Ása Sigríður Þórisdóttir 5. des. 2022

Takk sjálfboðaliðar!

Í dag, á alþjóðlegum degi sjálfboðaliða, vill Krabbameinsfélagið þakka öllum þeim sem lagt hafa málefnum félagsins lið með því að gefa tíma sinn og orku. Á myndinni sjáum við hluta þeirra starfsmanna Íslandsbanka sem veittu félaginu ómetanlega aðstoð í Bleiku slaufunni í ár. 

Markmið Krabbameinsfélagsins eru að fækka þeim sem greinast með krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta líf þeirra sem fá krabbamein og aðstandenda þeirra.

Sjálfboðaliðar eiga mikilvæga hlutdeild í starfsemi félagsins.

Aðildarfélög Krabbameinsfélagsins eru 26 talsins og eru með starfsemi víða um landið. Þeim er stjórnað af sjálfboðaliðum sem sinna flestöllu starfi félaganna, þar á meðal að veita jafningjastuðning og sinna fræðslustörfum auk þess að skipuleggja viðburði og námskeið í sínum heimabæ fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Í Reykjavík er starfandi akstursþjónusta þar sem sjálfboðaliðar aðstoða einstaklinga sem eiga erfitt með ferðir í tengslum við krabbameinsmeðferð eða rannsóknir.

Án sjálfboðaliða Krabbameinsfélaganna á landsbyggðinni gæti félagið ekki staðið við bakið á eins mörgum sem þurfa að takast á við krabbamein.

  • Á myndinni sjáum við hluta þeirra starfsmanna Íslandsbanka sem veittu félaginu ómetanlega aðstoð í Bleiku slaufunni í ár.

Stuðningsnetið

Það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og þú og hefur þann skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur.

Í Stuðningsneti Krabbameinsfélagsins og Krafts býðst jafningjastuðningur frá sjálfboðaliðum, fólki sem greinst hefur með krabbamein eða eru aðstandendur.

Styrkleikar Krabbameinsfélagsins

Styrkleikar Krabbameinsfélagsins voru haldnir í fyrsta skipti á árinu þar sem hópur sjálfboðaliða stóð að baki viðburðinum og sá til þess að þátttakendur og gestir ættu einstaka upplifun í heilan sólarhring.

Takk kæru sjálfboðaliðar fyrir ykkar framlag - það skiptir svo sannarlega máli! 




Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?