Ása Sigríður Þórisdóttir 5. des. 2022

Takk sjálfboðaliðar!

Í dag, á alþjóðlegum degi sjálfboðaliða, vill Krabbameinsfélagið þakka öllum þeim sem lagt hafa málefnum félagsins lið með því að gefa tíma sinn og orku. Á myndinni sjáum við hluta þeirra starfsmanna Íslandsbanka sem veittu félaginu ómetanlega aðstoð í Bleiku slaufunni í ár. 

Markmið Krabbameinsfélagsins eru að fækka þeim sem greinast með krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta líf þeirra sem fá krabbamein og aðstandenda þeirra.

Sjálfboðaliðar eiga mikilvæga hlutdeild í starfsemi félagsins.

Aðildarfélög Krabbameinsfélagsins eru 26 talsins og eru með starfsemi víða um landið. Þeim er stjórnað af sjálfboðaliðum sem sinna flestöllu starfi félaganna, þar á meðal að veita jafningjastuðning og sinna fræðslustörfum auk þess að skipuleggja viðburði og námskeið í sínum heimabæ fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Í Reykjavík er starfandi akstursþjónusta þar sem sjálfboðaliðar aðstoða einstaklinga sem eiga erfitt með ferðir í tengslum við krabbameinsmeðferð eða rannsóknir.

Án sjálfboðaliða Krabbameinsfélaganna á landsbyggðinni gæti félagið ekki staðið við bakið á eins mörgum sem þurfa að takast á við krabbamein.

  • Á myndinni sjáum við hluta þeirra starfsmanna Íslandsbanka sem veittu félaginu ómetanlega aðstoð í Bleiku slaufunni í ár.

Stuðningsnetið

Það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og þú og hefur þann skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur.

Í Stuðningsneti Krabbameinsfélagsins og Krafts býðst jafningjastuðningur frá sjálfboðaliðum, fólki sem greinst hefur með krabbamein eða eru aðstandendur.

Styrkleikar Krabbameinsfélagsins

Styrkleikar Krabbameinsfélagsins voru haldnir í fyrsta skipti á árinu þar sem hópur sjálfboðaliða stóð að baki viðburðinum og sá til þess að þátttakendur og gestir ættu einstaka upplifun í heilan sólarhring.

Takk kæru sjálfboðaliðar fyrir ykkar framlag - það skiptir svo sannarlega máli! 




Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?