Ása Sigríður Þórisdóttir 5. des. 2022

Takk sjálfboðaliðar!

Í dag, á alþjóðlegum degi sjálfboðaliða, vill Krabbameinsfélagið þakka öllum þeim sem lagt hafa málefnum félagsins lið með því að gefa tíma sinn og orku. Á myndinni sjáum við hluta þeirra starfsmanna Íslandsbanka sem veittu félaginu ómetanlega aðstoð í Bleiku slaufunni í ár. 

Markmið Krabbameinsfélagsins eru að fækka þeim sem greinast með krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta líf þeirra sem fá krabbamein og aðstandenda þeirra.

Sjálfboðaliðar eiga mikilvæga hlutdeild í starfsemi félagsins.

Aðildarfélög Krabbameinsfélagsins eru 26 talsins og eru með starfsemi víða um landið. Þeim er stjórnað af sjálfboðaliðum sem sinna flestöllu starfi félaganna, þar á meðal að veita jafningjastuðning og sinna fræðslustörfum auk þess að skipuleggja viðburði og námskeið í sínum heimabæ fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Í Reykjavík er starfandi akstursþjónusta þar sem sjálfboðaliðar aðstoða einstaklinga sem eiga erfitt með ferðir í tengslum við krabbameinsmeðferð eða rannsóknir.

Án sjálfboðaliða Krabbameinsfélaganna á landsbyggðinni gæti félagið ekki staðið við bakið á eins mörgum sem þurfa að takast á við krabbamein.

  • Á myndinni sjáum við hluta þeirra starfsmanna Íslandsbanka sem veittu félaginu ómetanlega aðstoð í Bleiku slaufunni í ár.

Stuðningsnetið

Það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og þú og hefur þann skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur.

Í Stuðningsneti Krabbameinsfélagsins og Krafts býðst jafningjastuðningur frá sjálfboðaliðum, fólki sem greinst hefur með krabbamein eða eru aðstandendur.

Styrkleikar Krabbameinsfélagsins

Styrkleikar Krabbameinsfélagsins voru haldnir í fyrsta skipti á árinu þar sem hópur sjálfboðaliða stóð að baki viðburðinum og sá til þess að þátttakendur og gestir ættu einstaka upplifun í heilan sólarhring.

Takk kæru sjálfboðaliðar fyrir ykkar framlag - það skiptir svo sannarlega máli! 
Fleiri nýjar fréttir

23. jan. 2023 : Vilt þú taka þátt í undir­búningi Styrk­leik­anna?

Styrkleikarnir verða haldnir í annað sinn á Selfossi laugardaginn 29. apríl til sunnudagsins 30. apríl. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Laust starf: Viltu hafa áhrif til góðs?

Til að ná enn meiri árangri í starfi félagsins viljum við fjölga í öflugu teymi sérfræðinga okkar og efla kynningar- og fræðslustarf félagsins enn frekar og auglýsum eftir sérfræðingi í miðlun. Við leitum að metnaðarfullum, drífandi og sjálfstæðum einstaklingi sem brennur fyrir að ná árangri í starfi, fólkinu í landinu til heilla.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Er ekki langt síðan þú fórst í vísindaferð? Nú er komið að því!

Krabbameinsfélagið býður heilbrigðisstarfsfólki í vísindaferð, fimmtudaginn 12. janúar kl. 16:30 – 18:00 í húsi félagsins í Skógarhlíð 8.  

Lesa meira

3. jan. 2023 : Reyklaust nýtt ár

Innan Krabbameinsfélagsins er áratuga reynsla af stuðningi við fólk sem vill hætta að reykja. Hægt er að bóka ókeypis samtal við sérfræðinga í reykbindindi, bæði á íslensku, pólsku og ensku. 

Lesa meira

3. jan. 2023 : Bláa Lónið styrkir Vísinda­sjóð Krabba­meins­fé­lagsins

Í ár studdi Bláa Lónið Krabbameinsfélagið með þátttöku í átaksverkefnunum Mottumars og Bleiku slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október, til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?