Ása Sigríður Þórisdóttir 16. des. 2022

Sparislaufan sló öll met og seldist upp á mettíma

Helga og Orri hjá Orrifinn skartgripum afhentu Krabbameinsfélaginu 6,3 milljónir króna sem söfnuðust með sölu á Sparislaufunni.

Bleika slaufan í ár var hönnuð af Helgu og Orra hjá Orrifinn skartgripum. Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Óhætt er að segja að nokkur eftirvænting hafi ríkt eftir slaufunni.

 

Sala á slaufunni gekk afar vel og seldust um 35.500 slaufur og 500 Sparislaufur, en það eru viðhafnarslaufur sem seldar eru í takmörkuðu upplagi. Salan á Sparislaufunni sló öll met í ár og seldust þær upp á mettíma.

Helga og Orri gáfu alla sína vinnu við hönnun og framleiðslu á slaufunni og afhentu Krabbameinsfélaginu 6,3 milljónir króna sem söfnuðust með sölu á Sparislaufunni. „Við erum sannarlega stolt af því að hafa náð að safna þessari upphæð og þar með slá öll fyrri met. Það er mikil viðurkenning fyrir okkur því við vönduðum okkur mikið við að gera nákvæmlega sömu kröfur í hönnun og smíði slaufunnar eins og þegar gerum okkar eigin gripi og það er góð tilfinning að finna að það skilar sér. Við fundum mikinn meðbyr og fólk beið greinilega spennt eftir að sjá gripinn og eignast hann, við erum virkilega þakklát. Þetta var krefjandi en mjög kært verkefni. Það var áskorun að gera slaufuna á sinn hátt, að láta hana virka sem skartgrip sem passar inn í hönnunarheim Orrifinn gripanna. Það var algjör hugljómun þegar hugmyndin fæddist að hanna slaufuna eins og hún væri hluti af Fléttu skartgripalínunni okkar. Sérstaklega vegna þess að fléttan stendur fyrir umhyggju og vináttu sem passar inntaki Bleiku slaufunnar fullkomlega“ segir Helga.

Allur ágóði Bleiku slaufunnar 2022 rennur til fjölbreyttar starfsemi Krabbameinsfélagins. Fyrir ágóðann getur félagið meðal annars verið til staðar fyrir þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur með ókeypis ráðgjöf og stuðning, sinnt öflugu fræðslu- og forvarnarstarfi og fjölbreyttu vísindastarfi.

 

Bleika slaufan var til sölu í rúmlega 300 verslunum um land allt en Sparislaufan var seld hjá Krabbameinsfélaginu, Orrafinn skartgripum og hjá Meba.

„Krabbameinsfélagið þakkar Helgu og Orra innilega fyrir samstarfið og stuðninginn. Samstarfið var afar ánægjulegt og farsælt og erum við afar hrærð yfir góðum viðbrögðum við slaufunni í ár. Innilegar þakkir kæru hjón, ” segir Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður fjáröflunar- og markaðsmála hjá Krabbameinsfélaginu.

„Við erum afar þakklát fyrir þá miklu velvild og stuðning sem almenningur og fyrirtæki sýna félaginu í Bleiku slaufunni. Staðreyndin er að starfsemi Krabbameinsfélagsins er öll rekin fyrir söfnunarfé, svo þátttaka fólks í Bleiku slaufunni skiptir félagið gríðarlegu máli. Á hverju ári greinast um 900 konur á Íslandi með krabbamein og um síðustu áramót voru á lífi rúmlega 9000 konur sem hafa fengið krabbamein. Þetta varðar okkur öll“ segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri félagsins. 


Fleiri nýjar fréttir

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?