Björn Teitsson 31. mar. 2021 : Mataræði skiptir máli - frábær Mexíkó-fiskréttur frá Sigurveigu

Sigurveig Káradóttir er landsþekkt fyrir fádæma góðan smekk og tilþrif við matreiðslu. Hún var svo væn að leyfa okkur að fá afar girnilega uppskrift að Mexíkó-fiskrétti sem væri frábær á föstudaginn langa. 

Guðmundur Pálsson 28. mar. 2021 : Kastað í lag til stuðnings starfi Krabba­meins­félagsins

„Mig langar til að láta gott af mér leiða og leggja mitt af mörkum til að styðja öflugt starf Krabbameinsfélagsins“ segir Kristján R. Guðnason sem var að gefa út lagið „Lífsins ljós” sem tileinkað er félaginu og starfi þess.

Björn Teitsson 25. mar. 2021 : Sigurvegarar Mottumars krýndir

Glæsilegir menn með falleg yfirvaraskegg söfnuðust saman, þó innan marka, rétt áður en samkomutakmarkanir tóku gildi. Þetta voru mennirnir sem stóðu sig best í Mottukeppninni. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 25. mar. 2021 : Röskun á viðburðum vegna Covid takmarkana

Þrátt fyrir að þurfa að fresta tímabundið viðburðum (námskeiðum og stuðningshópum) þá verður starfsemi Ráðgjafarþjónustunnar óbreytt og áfram boðið upp á viðtöl, símaráðgjöf og fjarviðtöl allt eftir hvað hentar hverjum og einum best.

Guðmundur Pálsson 25. mar. 2021 : Karlaklefinn tilnefndur til verðlauna á ný

Íslensku vefverðlaunin, uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi, verða haldin á vegum Samtaka vefiðnaðarins (SVEF) þann 26. mars. Karlaklefinn er tilnefndur til verðlauna á ný en hann var valinn samfélagsvefur ársins fyrir ári síðan.

Björn Teitsson 24. mar. 2021 : Vegleg gjöf frá Grímsey

Kiwanis-klúbburinn Grímur frá Grímsey gerði sér lítið fyrir og sendi Krabbameinsfélaginu gjöf upp á 100 þúsund krónur. Það er einkar vel af sér vikið og fær klúbburinn hjartans þakkir frá Skógarhlíð í Reykjavík

Guðmundur Pálsson 24. mar. 2021 : Örráðstefna Mottumars: 7.110 menn (upptaka)

Í tilefni af Mottumars örráðstefna um karlmenn og krabbamein miðvikudaginn 24. mars 2021 kl. 17:00-18:30. Á Íslandi eru 7.110 karlmenn á lífi sem greinst hafa með krabbamein.

Björn Teitsson 18. mar. 2021 : Sokkarnir komnir! Ebenezer fékk fyrsta parið

Hinir sívinsælu mottumarssokkar eru loksins komnir í hús og getur fólk nálgast þá í vefverslun Krabbameinsfélagsins og völdum verslunum um allt land. Covid-faraldurinn setti komu þeirra í uppnám en nú er mikil gleði, þeir eru loksins komnir. 

Björn Teitsson 17. mar. 2021 : Upprennandi rokkstjörnur söfnuðu fyrir Krabbameinsfélagið

Karólína Bríet og Helga Júlía eru sjö ára vinkonur úr Laugardalnum. Þær héldu styrktartónleika þann 13. mars síðastiðinn og söfnuðu fyrir Krabbameinsfélagið. Þær léku bæði frumsamið efni og þekkta slagara - og svo afmælissönginn fyrir ömmu hennar Helgu. 

Björn Teitsson 17. mar. 2021 : Mottukeppninni lýkur á miðnætti 19. mars!

Það er komið að lokasprettinum í Mottukeppninni sem hefur farið fram á mottumars.is undanfarnar vikur. Yfir 600 keppendur hafa verið skráðir til leiks og spennan orðin óbærileg. Síðasti keppnisdagurinn er Mottudagurinn, föstudaginn 19. mars.

Björn Teitsson 16. mar. 2021 : Mottumarssokkarnir loksins væntanlegir

Við höfum beðið þolinmóð í rúmar tvær vikur en nú er loksins komið að því, Mottumarssokkarnir eru væntanlegir í verslanir fyrir helgi. Covid-heimsfaraldurinn hefur valdið töfum á sokkunum sem áttu að koma í upphafi mars. 

Björn Teitsson 12. mar. 2021 : Fræðsla og ráðgjöf til fyrirtækja á Íslandi

Framkvæmdastjórar Samtaka atvinnulífsins og Krabbameinsfélagsins hafa handsalað samkomulag um fræðslu og ráðgjöf til stjórnenda fyrirtækja og starfsmanna þeirra. 

Síða 1 af 2

Fleiri nýjar fréttir

20. sep. 2023 : Beint streymi: Málþing í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rannsókna

„Varðar mig eitthvað um krabba­meins­rann­sóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við”. Þannig hljómar titill málþings sem Krabba­meins­félagið býður til í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rann­sókna fimmtu­daginn 21. september kl. 16:30 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

5. sep. 2023 : „Ef ég held röddinni þá læt ég reyna á þetta“

Ljóðskáldið og rithöfundurinn Anton Helgi Jónsson stóð fyrir einstökum viðburði á Menningarnótt og safnaði um leið áheitum til styrktar Krabbameinsfélaginu. Viðburðurinn fékk heitið Ljóðamaraþon og gekk út á ljóðalestur undir berum himni í jafn langan tíma og sem nemur heimsmeti í maraþonhlaupi, eða í rúma tvo klukkutíma. Anton Helgi segir hér frá krabbameininu sem uppgötvaðist fyrir tilviljun, kirkjuskáldum og kráarskáldum og öðruvísi maraþonundirbúningi.

Lesa meira

5. sep. 2023 : Upplýsingafundur fyrir samstarfsaðila Bleiku slaufunnar

Vill þitt fyrirtæki vera samstarfsaðili Bleiku slaufunnar? Komdu á upplýsingafund sem haldinn verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins 8. september nk. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?