Björn Teitsson 16. mar. 2021

Mottumarssokkarnir loksins væntanlegir

  • MM21_Sokkar_hvitt

Við höfum beðið þolinmóð í rúmar tvær vikur en nú er loksins komið að því, Mottumarssokkarnir eru væntanlegir í verslanir fyrir helgi. Covid-heimsfaraldurinn hefur valdið töfum á sokkunum sem áttu að koma í upphafi mars. 

Loksins, loksins, loksins. Sokkarnir eru á leiðinni! Mottumarssokkarnir hafa skipað ómissandi sess í hjörtum, eða öllu heldur á fótum, Íslendinga um árabil. Í ár voru heldur óvenjulegar aðstæður sem urðu til þess að flutningur á sokkunum tafðist um rúmlega tvær vikur. En nú er biðin senn á enda. 

MM21_Sokkar_hvittSokkarnir í ár eru með sportlegu sniði og passa vel við íslensku fánalitina. Við erum viss um að þeir eigi eftir að vekja lukku hjá öllum Íslendingum. Verða þeir til í stærðum frá 36-40 annars vegar og 41-45 hins vegar. 

Sokkarnir eru væntanlegir til okkar í Skógarhlíðina á fimmtudag og ætlar starfsfólk Krabbameinsfélagsins að leggjast öll á eitt við að koma sem flestum pörum í verslanir. Jafnframt verður opnað fyrir sölu á sokkunum í vefversluninni okkar um leið og pörin eru komin í hús. 

Sala á Mottumarssokkum er einn af hornsteinum Krabbameinsfélagsins og gerir því kleift að starfa í þágu krabbameinsgreindra á Íslandi og aðstandenda þeirra, að krabbameinsrannsóknum og réttindamálum, að endurgjaldslausri þjónustu allt árið um kring.

https://www.youtube.com/watch?v=QJFW24-zOnY

 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?