Guðmundur Pálsson 24. mar. 2021

Örráðstefna Mottumars: 7.110 menn (upptaka)

Í tilefni af Mottumars örráðstefna um karlmenn og krabbamein miðvikudaginn 24. mars 2021 kl. 17:00-18:30. Á Íslandi eru 7.110 karlmenn á lífi sem greinst hafa með krabbamein.

Fjallað verður um ýmsar áskoranir sem þessir menn geta staðið frammi fyrir, hvaða úrræði og bjargráð eru fyrir hendi auk þess sem við heyrum reynslusögur.

Vinsamlegast athugið að ráðstefnunni verður einungis streymt í streymisveitu Krabbameinsfélagsins og ekki gert ráð fyrir gestum í sal.

Dagskrá:

17:00-17:05     Setning
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands

17:05-17:20     Helstu áskoranir, bjargráð og endurhæfing í kjölfar krabbameins og meðferða
Rannveig Gylfadóttir, sérfræðingur í krabbameinshjúkrun, teymisstjóri í endurhæfingarteymi fyrir krabbameinsgreinda, Landspítala

17:20-17:30     Algeng viðbrögð karla
Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu

17:30-17:45     Karlmennska og krabbamein
Áslaug Kristjánsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur

17:45-17:55     Er mikilvægt að rannsaka aðdraganda greiningar og reynslu af krabbameinsmeðferð?
- Frumniðurstöður úr Áttavitanum - vísindarannsókn Krabbameinsfélagsins
Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Ph.D sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu
Ásgeir Helgason, dósent í sálfræði, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu

17:55-18:15     Reynslusögur
Högni Jóhann Sigurjónsson
Bragi Guðmundsson

18:15-18:25     Umræður

18:25-18:30     Samantekt og málþingi slitið

Fundarstjóri: Helgi Björnsson, fjármálastjóri Krabbameinsfélagsins


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?