Jóhanna Eyrún Torfadóttir 28. des. 2018 : Bréf til kvenna um skimanir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagins

Í desember ár hvert fá konur sem verða 23 ára á komandi ári kynningarbréf frá Leitarstöðinni þar sem kynnt er fyrir þeim að skipuleg skimun fyrir leghálskrabbameini hefjist við 23 ára aldur. Á Íslandi býðst konum á aldrinum 23 ára til 65 ára regluleg skimun fyrir leghálskrabbameini á þriggja ára fresti.

Á sama tíma eru einnig send kynningarbréf til allra kvenna sem verða 40 ára á komandi ári og þeim kynnt fyrirkomulag skipulegrar skimunar fyrir brjóstakrabbameini sem hefst við 40 ára aldur. Konum á Íslandi býðst regluleg skimun fyrir brjóstakrabbameini með brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti til 69 ára aldurs.

English below.

Guðmundur Pálsson 27. des. 2018 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins: Átt þú vinning?

Dregið var 24. desember í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. Listi yfir vinningsnúmer er nú aðgengilegur hér á vefnum og verður birtur í dagblöðum á morgun, laugardaginn 29. desember.

Guðmundur Pálsson 21. des. 2018 : Afgreiðslutími næstu daga

Afgreiðslan í Skógarhlíð verður opin 10-14 á laugardag og sunnudag og 9-12 á aðfangadag.

Guðmundur Pálsson 16. des. 2018 : Dregið á aðfanga­dag í jóla­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins

Nú hafa verið sendir út miðar í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. Að þessu sinni fá konur senda miða og eru vinningar 286 talsins að verðmæti um 47,7 milljónir króna. 

Guðmundur Pálsson 14. des. 2018 : Vegna Nóbels­verð­launa í lækna­vísindum: Er öll sagan sögð?

Afar ánægjulegar fréttir bárust nýverið af því að Nóbelsverðlaunin í læknavísindum hefðu verið veitt James P. All­i­son og Tasuku Honjo vegna uppgötvana á gildi ónæmismeðferðar við krabbameinum. Sjálfir hafa þeir sagt að þeir telji að framfarir í meðferð krabbameina verði svo hraðar að árið 2030 verði krabbamein fyrst og fremst krónískir sjúkdómar.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 14. des. 2018 : VON vinkonur safna einni milljón fyrir Krabbameinsfélagið

VON krúsir eru hannaðar og framleiddar af fimm vinkonum úr Verslunarskólanum. Þær Anna María, Páldís, Arndís, Elfa og Valgerður fengu þá hugmynd í frumkvöðlaáfanga að framleiða keramikbolla og selja til styrktar Krabbameinsfélaginu. 

Jóhanna Eyrún Torfadóttir 13. des. 2018 : Getur D-vítamín minnkað líkur á krabbameini?

Nú þegar skammdegið er að ná hámarki er ágætt að minna á ráðleggingar Embættis landlæknis um daglega inntöku D-vítamíns, annað hvort í formi lýsis eða D-vítamíntaflna. 

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 11. des. 2018 : Notkun ljósabekkja fer enn minnkandi

Ný könnun samstarfshóps um ljósabekkjanotkun á Íslandi leiðir í ljós að verulega hefur dregið úr notkun ljósabekkja á tímabilinu 2004 til dagsins í dag. 

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 7. des. 2018 : Aukin þjónusta við krabbameinssjúklinga á LSH

Landspítalinn hefur brugðist einkar vel við ábendingum sem Krabbameinsfélagið kom á framfæri í haust um erfiða reynslu sjúklinga og aðstandenda af komum á bráðamóttöku spítalans. 


Fleiri nýjar fréttir

25. mar. 2023 : Svona nýtist þinn stuðningur

Krabbameinsfélaginu er ekkert óviðkomandi þegar kemur að krabbameinum. Starfsemi og þjónusta félagsins er fyrir alla en í Bleiku slaufunni í október er athyglinni beint að krabbameinum hjá konum og í Mottumars að krabbameinum hjá körlum með áherslu á forvarnir og fræðslu af ýmsu tagi.

Lesa meira

24. mar. 2023 : Einstakrar konu minnst

Í dag er kvödd frá Hallgrímskirkju Gunnhildur Óskarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og stofnandi samtakanna Göngum saman. Með Gunnhildi er gengin einstök kona sem skildi mikið eftir sig. Það er mikill sjónarsviptir að Gunnhildi víða í samfélaginu en mestur er auðvitað missir fjölskyldu Gunnhildar. Hjá Krabbameinsfélaginu er Gunnhildar minnst með mikilli hlýju og virðingu og aðstandendum Gunnhildar sendir félagið innilegar samúðarkveðjur.

Lesa meira

23. mar. 2023 : Margverðlaunuð motta

Viðtal við Jón Baldur Bogason, þátttakanda í Skeggkeppni Mottumars og stjórnarformann Skeggfjelags Reykjavíkur og nágrennis. Söfnunarsíðuna hans í Skeggkeppni Mottumars má nálgast hér.

Lesa meira

23. mar. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. 

Lesa meira

20. mar. 2023 : Örþing Krabba­meins­félags­ins föstu­daginn 31. mars

Í tilefni af Mottumars býður Krabbameinsfélagið til stutts málþings sem ber yfirskriftina „Ekki humma fram af þér heilsuna!”.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?