Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 14. des. 2018

VON vinkonur safna einni milljón fyrir Krabbameinsfélagið

  • VON vinkonur

VON krúsir eru hannaðar og framleiddar af fimm vinkonum úr Verslunarskólanum. Þær Anna María, Páldís, Arndís, Elfa og Valgerður fengu þá hugmynd í frumkvöðlaáfanga að framleiða keramikbolla og selja til styrktar Krabbameinsfélaginu. 

Á dögunum komu þær færandi hendi í Skógarhlíðina og afhentu eina milljón króna sem var ágóði af sölu bollanna.

Stelpurnar þekkja allar til krabbameina en mæður tveggja þeirra voru að kljást við krabbamein þegar þær réðust í verkefnið. Orðið VON kom því fljótlega upp í ferlinu og þær ákváðu að láta það standa í botni bollanna. 

Von-krus„Það kom okkur virkilega á óvart hversu vel var tekið á móti hugmyndinni en svo kom það okkur ekki síður á óvart hversu tímafrekt ferlið var að búa til og mála krúsirnar,“ segir Páldís Björk Guðnadóttir, en stelpurnar fengu aðstoð hjá Ragnheiði Ingunni Ágústsdóttur, frænku einnar þeirra sem starfar við keramíkgerð: „Ferlið er samt sem áður búið að ganga ótrúlega vel, en það komu stundir þar sem við áttum erfitt með að sjá fyrir endann á þessu öllu vegna þess hversu vel gekk að selja krúsirnar.“

VON-vinkonur-og-R

Á myndinni eru Elfa, Páldís, Valgerður, Ragnheiður Ingunn, Anna María og Valdís. 

Upphaflegt markmið var að selja 100 krúsir, en að lokum seldust um 450 bollar: „Allir vilja láta gott af sér leiða og krabbamein snertir því miður næstum alla einhvern tímann í lífinu,” segir Páldís.

„Þessar ungu konur eru náttúrulega algjörlega magnaðar og það verður gaman að fylgjast með þeim. Þetta eru sannar athafnakonur og við getum litið björtum augum til framtíðarinnar ef unga kynslóðin er jafn kraftmikil og vel hugsandi og VON vinkonurnar,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins sem tók á móti styrknum á dögunum.

Krúsirnar voru aðallega seldar í gegnum Facebook og Instagramsíður en einnig á nokkrum opnum húsum þangað sem fólk gat komið og sótt bolla sem það hafði pantað í gegnum netið.

„Þetta ferli hefur sýnt okkur hvað Ísland er lítið og hvað það er auðvelt að láta gott af sér leiða og ná athygli ef maður vill það í raun og veru,“ segir Páldís að lokum.

 


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?