Guðmundur Pálsson 8. apr. 2024

Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Skeggkeppnin er fastur liður í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabba­meinsfélagsins. Þátttakendur eru hvattir til að skarta mottu og safna áheitum frá vinum, vandamönnum og þjóðinni allri. Söfnunarfé rennur óskipt til Krabbameinsfélagsins og nýtist m.a. til að veita endurgjaldslausa ráðgjöf og stuðning til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra, til íslenskra rannsókna á krabbameinum og til ýmis konar fræðslu og forvarna.

Föstudaginn 5. apríl fór fram verðlauna- og viðurkenningahátíð í húsnæði rakarastofunnar Herramenn í Hamraborg í Kópvogi. Á hátíðinni voru veitt verðlaun til þeirra einstaklinga og liða sem stóðu sig best í söfnunni. Auk var veitt viðurkenning fyrir öflugt framlag til skeggkeppninnar undanfarin ár og verðlaun veitt þeim sem dregin var út í Skeggleiknum á Facebook.

Krabbameinsfélagið þakkar rakarastofunni Herramenn, FlyOver IcelandBullseye Reykjavík og Blómaval fyrir samstarfið, stuðninginn og veitta vinninga og auðvitað öllum þeim sem tóku þátt og styrktu.

Í sameiningu vinnum við að þeim markmiðum að draga úr fjölda krabbameinstilvika, fækka dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbbamein og aðstandenda þeirra.

Einstaklingskeppni – úrslit

 1. Brynjar Ögmundsson – safnaði kr. 380.000
 2. Valdimar Kjartansson – safnaði kr. 333.000
 3. Tryggvi Björn Guðbjörnsson – safnaði kr. 200.000

Liðakeppni – úrslit

 1. Góðgerðarsjóður Round Table – safnaði kr. 765.244
 2. Mottumass – safnaði kr. 508.967
 3. Snæfell Crew – safnaði kr. 474.000

Mottuleikur á Facebook

 • Guðni Heimisson

Sérstök viðurkenning

 • Jón Baldur Bogason fyrir framlag sitt og þátttöku í skeggkeppni Mottumars í gegnum árin

Sigurvegarareitt

Brynjar Ögmundsson varð hlutskarpastur í einstaklingskeppninni (tv.) og Góðgerðarklúbbur Round Table stóð sig best í liðakeppninni.

Sigurvegarar2Andri Týr frá rakarastofunni Herramenn (tv.). Jón Baldur Bogason (th.) hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt til skeggkeppni Mottumars í gegnum árin.

https://www.youtube.com/watch?v=_6tCNnNNPv4

Myndband frá afhendingu verðlauna

Hvernig er söfnunarfé varið?

Fjárhagslegur stuðningur almennings og fyrirtækja er grundvöllur þess að Krabbameinsfélagið geti starfað, því starfsemin byggir á sjálfsaflafé. Stuðningur einstaklinga og fyrirtækja við átakið er ómetanlegur og í sameiningu vinnum við að enn betri árangri varðandi það að draga úr fjölda krabbameinstilvika, fækka dauðsföllum af völdum krabbameina og að bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra.

Þitt framlag styður við:

 • Endurgjaldslausa ráðgjöf hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og félagsráðgjafa og  stuðning við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra.
 • Íslenskar rannsóknir á krabbameinum sem snúa meðal annars að orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga.
 • Ýmis konar forvarnafræðslu, námskeið og starfsemi sem miðar m.a. að því að draga úr líkum á krabbameinum og bæta lífsgæði hjá þeim sem greinast með krabbamein.
 • Afnot af íbúðum fyrir sjúklinga og aðstandendur, hagsmunagæslu og liðsinni á 8 þjónustuskrifstofum um land allt.

Kynntu þér starfsemi Krabbameinsfélagsins nánar á www.krabb.is.

 


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?